Innlent

Bannað að banna malarnámið

Umhverfisráðuneytið hefur heimilað að nýju malarvinnslu á fjallsbrún Ingólfsfjalls sem Skipulagsstofnun hafði í byrjun september kveðið á um að væri óheimil meðan umhverfismats væri beðið. Ráðuneytið telur Skipulagsstofnun hafa lagaheimild til að stöðva starfsemina og er hún því heimil þar til endanlegur úrskurður ráðuneytisins liggur fyrir 29. þessa mánaðar. Magnús Ólason, annar forsvarsmanna Fossvéla á Selfossi sem stundað hefur malarnámið, segir svigrúmið verða nýtt til frekari efnisvinnslu á fjallsbrúninni, en þar hefur möl verið ýtt niður í eldri námu. Hann telur að umhverfisáhrif malarnámsins hafi verið ofmetin. "Þetta er í rauninni umhverfisvænsta aðgerðin ef út í það er farið. Þetta sést ekki frá veginum eins og rótið í hlíðinni," segir hann og bætir við að möl hafi verið að þrjóta í námunni í fjallshlíðinni. Mölin hefur verið notuð til framkvæmda á Selfossi og telur Magnús að nú kunni fyrirtækið í það minnsta að hafa svigrúm til að útvega möl vegna framkvæmda við Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem séu að hefjast.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×