Innlent

Sigurður og Hallgrímur hættir

Hallgrímur Thorsteinsson og Sigurður G. Tómasson hafa yfirgefið Útvarp Sögu, þar sem þeir telja að Arnþrúður Karlsdóttir hafi ekki staðið við gerða samnniga við sig. Arnþrúður segist sjálf undirbúa kæru á hendur þeim Sigurði og Hallgrími. Arnþrúður samdi í haust um að kaupa hlut þeirra Sigurðar, Hallgríms og Ingva Hrafns Jónssonar í Útvarpi Sögu, en þeir segja hana ekki hafa staðið við samninginn. Hallgrímur segir að sér finnist þetta sorglegt, en þeir þurfi að gæta sinna hagsmuna og þar sem ekki hafi verið staðið við samninga sé þetta eina leiðin. Hallgrímur segir hlægilegt að halda því fram að þetta snúist um það að Arnþrúður sé kona. Þegar viðskiptafélagar séu sviknir skipti kynferði engu máli. Hann segir málið snúast um það að Arnþrúður hafi ekki staðið við þær áætlanir sem gerðar hafi verið. Þannig hafi þetta gengið í heila tvo mánuði og nú sé mál að linni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×