Innlent

Ráðlagt að selja Íslandsbanka ekki

Stjórn norska BN-bankans ráðlagði eigendum bankans í gær að selja Íslandsbanka ekki hlut sinn að svo stöddu, þar sem búast mætti við nýjum kaupendum í dag sem byðu jafnvel betur en Íslandsbanki. Íslandsbanki, sem þegar á verulegan hlut í bankanum gerði í gær tilboð í öll hlutabréf bankans á 25 prósenta hærra verði en meðalgengi bankans hefur verið í hálft ár. Gengi bankans rauk hinsvegar upp í gær og fór yfir tilboðsverðið undir lokin. Í norska fjármálaheiminum eru sögusagnir um að Den Danske Bank eða jafnvel KB banki muni bjóða betur í bréfin í BN bankanum en Íslandsbanki hefur gert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×