Innlent

Allt stefnir í lagasetningu

Allt stefnir í að lög verði sett á verkfall grunnskólakennara. Forsætisráðherra sagðist ekki koma auga á aðra lausn á deilunni eftir fund með samningsaðilum í morgun.  Fulltrúar deilenda funduðu hvor í sínu lagi með þremur ráðherrum, auk forsætisráðherra, í Stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrum var gerð grein fyrir stöðu mála sem allir hlutaðeigandi sammælast um að sé grafalvarleg. Eftir þau fundahöld sagði forsætisráðherra ljóst að deilan yrði vart leyst nema ríkisstjórnin komi þar að, og þá með lagasetningu. Ráðherrarnir hafi gert deiluaðilum grein fyrir því að það sé upp á borðum miðað við alvarleika stöðunnar sem málið er í. Halldór sagði það vera algjört neyðarúrræði.   Fastlega er gert ráð fyrir að hlutirnir muni ganga hratt fyrir sig en áður en tilkynnt verður um frekari aðgerðir ríkisstjórnarinnar mun forsætisráðherra kynna málið innan þingflokkanna, fyrir fulltrúum ASÍ og Samtökum atvinnulífsins.    


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×