Fischer óskar eftir hæli 8. nóvember 2004 00:01 Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir pólitísku hæli á Íslandi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þá hefur hann jafnframt óskað eftir fyrirgreiðslu símleiðis hjá forstjóra Útlendingastofnunar. Bobby Fischer hefur dvalið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir og bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá hann framseldan. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann með því að heyja skákeinvígi við Boris Spasský í Júgóslavíu fyrir meira en áratug síðan Fischer mun hafa hringt í sendiherra Íslands í Japan,og sent honum í kjölfarið handskrifaða beiðni um pólitískt hæli á Íslandi. Morgunblaðið birtir í dag upplýsingar úr bréfi Fischers þar sem segir að leki sé frá kjarnorkuveri í grennd við fangelsið þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Hann vilji hvorki deyja vegna geislavirkrar mengunar í Japan, né í bandarísku fangelsi. Fremur vilji hann deyja frjáls maður í vinalegu þriðja landi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður beiðni Fischers um pólitískt hæli tekin til meðferðar, eins og aðrar beiðnir sem berast. Í reglum um hælisveitingu hér á landi segir hins vegar að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Fischer virðist ekki uppfylla þau skilyrði. Þá er pólitískt hæli ekki veitt nema sá sem þess óskar sé staddur hér á landi. Einnig er í gildi framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna. Að óbreyttu verður því að teljast ólíklegt að skákmeistarinn fái að deyja frjáls maður hér á landi. Georg Lárusson, formaður Útlendingastofnunar, fékk símhringingu frá Fischer fyrir rúmri viku þar sem hann sóttist eftir fyrirgreiðslu. Til stofnunarinnar hefur þó hvorki borist umsókn um dvalarleyfi né hælisveitingu. Georg segir að tekin verði afstaða til umsóknar Fischers, líkt og annarra, berist hún stofnuninni á annað borð. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttir Innlent Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir pólitísku hæli á Íslandi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þá hefur hann jafnframt óskað eftir fyrirgreiðslu símleiðis hjá forstjóra Útlendingastofnunar. Bobby Fischer hefur dvalið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir og bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá hann framseldan. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann með því að heyja skákeinvígi við Boris Spasský í Júgóslavíu fyrir meira en áratug síðan Fischer mun hafa hringt í sendiherra Íslands í Japan,og sent honum í kjölfarið handskrifaða beiðni um pólitískt hæli á Íslandi. Morgunblaðið birtir í dag upplýsingar úr bréfi Fischers þar sem segir að leki sé frá kjarnorkuveri í grennd við fangelsið þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Hann vilji hvorki deyja vegna geislavirkrar mengunar í Japan, né í bandarísku fangelsi. Fremur vilji hann deyja frjáls maður í vinalegu þriðja landi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður beiðni Fischers um pólitískt hæli tekin til meðferðar, eins og aðrar beiðnir sem berast. Í reglum um hælisveitingu hér á landi segir hins vegar að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Fischer virðist ekki uppfylla þau skilyrði. Þá er pólitískt hæli ekki veitt nema sá sem þess óskar sé staddur hér á landi. Einnig er í gildi framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna. Að óbreyttu verður því að teljast ólíklegt að skákmeistarinn fái að deyja frjáls maður hér á landi. Georg Lárusson, formaður Útlendingastofnunar, fékk símhringingu frá Fischer fyrir rúmri viku þar sem hann sóttist eftir fyrirgreiðslu. Til stofnunarinnar hefur þó hvorki borist umsókn um dvalarleyfi né hælisveitingu. Georg segir að tekin verði afstaða til umsóknar Fischers, líkt og annarra, berist hún stofnuninni á annað borð. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Fréttir Innlent Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent