Fischer óskar eftir hæli 8. nóvember 2004 00:01 Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir pólitísku hæli á Íslandi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þá hefur hann jafnframt óskað eftir fyrirgreiðslu símleiðis hjá forstjóra Útlendingastofnunar. Bobby Fischer hefur dvalið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir og bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá hann framseldan. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann með því að heyja skákeinvígi við Boris Spasský í Júgóslavíu fyrir meira en áratug síðan Fischer mun hafa hringt í sendiherra Íslands í Japan,og sent honum í kjölfarið handskrifaða beiðni um pólitískt hæli á Íslandi. Morgunblaðið birtir í dag upplýsingar úr bréfi Fischers þar sem segir að leki sé frá kjarnorkuveri í grennd við fangelsið þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Hann vilji hvorki deyja vegna geislavirkrar mengunar í Japan, né í bandarísku fangelsi. Fremur vilji hann deyja frjáls maður í vinalegu þriðja landi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður beiðni Fischers um pólitískt hæli tekin til meðferðar, eins og aðrar beiðnir sem berast. Í reglum um hælisveitingu hér á landi segir hins vegar að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Fischer virðist ekki uppfylla þau skilyrði. Þá er pólitískt hæli ekki veitt nema sá sem þess óskar sé staddur hér á landi. Einnig er í gildi framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna. Að óbreyttu verður því að teljast ólíklegt að skákmeistarinn fái að deyja frjáls maður hér á landi. Georg Lárusson, formaður Útlendingastofnunar, fékk símhringingu frá Fischer fyrir rúmri viku þar sem hann sóttist eftir fyrirgreiðslu. Til stofnunarinnar hefur þó hvorki borist umsókn um dvalarleyfi né hælisveitingu. Georg segir að tekin verði afstaða til umsóknar Fischers, líkt og annarra, berist hún stofnuninni á annað borð. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Fréttir Innlent Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur óskað eftir pólitísku hæli á Íslandi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þá hefur hann jafnframt óskað eftir fyrirgreiðslu símleiðis hjá forstjóra Útlendingastofnunar. Bobby Fischer hefur dvalið í gæsluvarðhaldi í Japan svo mánuðum skiptir og bandarísk yfirvöld hafa óskað eftir því að fá hann framseldan. Í Bandaríkjunum á Fischer yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að brjóta viðskiptabann með því að heyja skákeinvígi við Boris Spasský í Júgóslavíu fyrir meira en áratug síðan Fischer mun hafa hringt í sendiherra Íslands í Japan,og sent honum í kjölfarið handskrifaða beiðni um pólitískt hæli á Íslandi. Morgunblaðið birtir í dag upplýsingar úr bréfi Fischers þar sem segir að leki sé frá kjarnorkuveri í grennd við fangelsið þar sem hann situr í gæsluvarðhaldi. Hann vilji hvorki deyja vegna geislavirkrar mengunar í Japan, né í bandarísku fangelsi. Fremur vilji hann deyja frjáls maður í vinalegu þriðja landi. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu verður beiðni Fischers um pólitískt hæli tekin til meðferðar, eins og aðrar beiðnir sem berast. Í reglum um hælisveitingu hér á landi segir hins vegar að flóttamenn skuli teljast þeir sem í heimalandi sínu séu ofsóttir vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis og aðildar að félagasamtökum eða stjórnmálaflokkum. Fischer virðist ekki uppfylla þau skilyrði. Þá er pólitískt hæli ekki veitt nema sá sem þess óskar sé staddur hér á landi. Einnig er í gildi framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna. Að óbreyttu verður því að teljast ólíklegt að skákmeistarinn fái að deyja frjáls maður hér á landi. Georg Lárusson, formaður Útlendingastofnunar, fékk símhringingu frá Fischer fyrir rúmri viku þar sem hann sóttist eftir fyrirgreiðslu. Til stofnunarinnar hefur þó hvorki borist umsókn um dvalarleyfi né hælisveitingu. Georg segir að tekin verði afstaða til umsóknar Fischers, líkt og annarra, berist hún stofnuninni á annað borð. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira