Titringur í borgarstjórn 2. nóvember 2004 00:01 Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Titringur er í borgarstjórn vegna aðildar Þórólfs Árnasonar borgarstjóra að samráði olíufélaganna. R-listinn lýsti fullu trausti á Þórólf í dag en fulltrúar í minnihlutanum hafa efasemdir um framtíð hans í borgarstjórastólnum. Þórólfur segist eiga málið við eigin samvisku. Þórólfur Árnason borgarstjóri boðaði fulltrúa R-listans á fund í dag til þess að ræða meðal annars stöðu sína í kjölfar skýrslu Samkeppnisráðs um ólöglegt samráð olíufélaganna. Titringur er í borgarstjórn vegna málsins og hafa spurningar vaknað um það hvort borgarstjóra sé stætt á því að gegna embættinu áfram. Minnihluti Sjálfstæðisflokksins sagði skýrslu samkeppnisráðs ljóta skýrslu og óumdeilt væri að olíufélögin hefðu farið illa með borgina. Vilhjálmur Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna, minnti á samþykkt borgarráðs frá því í fyrra þar sem fram kemur að kanna þyrfti bótaskylduna ef í ljós kæmi að borgarfyrirtæki hefðu verið hlunnfarin. Alfreð Þorsteinsson, fulltrúi R-listns, líkti ásökunum á hendur borgarstjóra vegna samráðs olíufélaganna við galdraofsóknir. Eftir fundinn í Ráðhúsinu sagði Þórólfur að ekkert hefði í raun breyst í kjölfar skýrslu samkeppnisráðs og aðspurður um framtíð sína innan R-listans sagði hann það ótímabæra spurningu. Hann hafi alltaf sagt að það sé seinni tíma mál. Borgarstjóri kveðst aldrei hafa íhugað að segja af sér vegna málsins og segir það ekki í sínum verkahring að svara fyrir olíufélögin, aðeins fyrir sinn þátt sem hann segist hafa gert. Anna Kristinsdóttir, formaður borgarstjórnarflokks R-listans, sagði að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu gagnvart Þórólfi og að einhugur væri um það innan flokksins að hann bæri fullt traust til borgarstjóra. Aðeins klukkustund áður en R-listinn lýsti fullum stuðningi við Þórólf sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, í hádegisfréttum Bylgjunnar að ýmislegt hefði breyst frá því borgarstjóri skýrði sinn þátt í samráði olíufélaganna í fyrra. Nú þegar lokaskýrslan liggur fyrir er nokkuð ný staða komin upp að mati Árna Þórs og því þurfi að fara rækilega yfir málin. Þórólfur segir að fram hafi komið á fundinum að engan skugga bæri á samstarf R-listans og hann væri þakklátur fyrir það. Hann segist eiga málið við eigin samvisku en hann sé samur maður.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira