Hissa á fjárfestingum Símans 14. október 2004 00:01 Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira