Hissa á fjárfestingum Símans 14. október 2004 00:01 Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði