Hissa á fjárfestingum Símans 14. október 2004 00:01 Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira
Landssíminn ræður nú rúmum helmingshlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Allt er enn óljóst um hvort Síminn verður seldur á næstunni. Þingflokksformaður Framsóknar segist enn sem fyrr hissa á fjárfestingum Símans. Formaður Samfylkingar segir Sjálfstæðisflokkinn misnota aðstöðu sína til að ná undirtökunum á fjölmiðlamarkaði. Morgunblaðið segir frá því í morgun að Landssíminn hafi aukið hlut sinn verulega í Skjá einum og ráði nú rúmum helmingshlut í samstarfi við aðra hluthafa. Síminn hafi gert ráðstafanir til að auka hlut sinn eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefði lýst yfir áhuga á að kaupa fjörutíu og sex prósent hlut Margeir Péturssonar og Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segist nú sem fyrr hissa á fjárfestingum Landssímans í Skjá einum. Hann segir stjórnendurna ugglaust vilja auka verðgildi fyrirtækisins með þessum hætti en persónulega finndist honum skynsamlegra að leggja meiri áherslu á uppbyggingu dreifikerfisins. Hjálmar segir málið allt lýsa harðnandi samkeppni á fjölmiðlamarkaði og segist treysta því að fyrir stjórnendum vaki eingöngu að auka verðmæti fyrirtækisins og tryggja fjárfestingar sínar. Hann óttast ekki að verið sé að misnota Landssímann í samkeppni á fjölmiðlamarkaði. Til þess höfum við bærar stofnanir, þ.e. samkeppnisstofnun. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir málið fráleitt og hefur beðið um utandagskrárumræðu um málið. Hann segir stjórnvöld vera að ríkisvæða einkarekna sjónvarpsstöð með þessu og að Sjálfstæðisflokkurinn sé að misnota fé og eignir skattborgara til að efla sín tök í fjölmiðlalífinu. „Í mínum augum er þetta ekkert annað en áframhaldandi stríð Sjálfstæðisflokksins við Norðurljós og fjölmiðlaveldi þess. Mér er í sjálfu sér sársaukalaust þó að sú styrjöld haldi áfram en ég vil ekki að fjármunir skattborgaranna séu notaðir í þessu,“ segir Össur. Formaður Samfylkingarinnar segir hafa komið fram fregnir af leynifundum formanns útvarpsráðs með forstjóra Skjás eins sem þeir hafi ekki sagt satt og rétt frá. Í þessu felist fráleitur hagsmunaárekstur þar sem formaður útvarpsráðs er að leggja á ráðin um fjármögnun og uppbyggingu samkeppnisaðila. „Ég tel þetta vera Sjálfstæðisflokknum til vansa en það sýnir hins vegar að ráðherraræðið er farið að setja mörk sín á allt þjóðlífið,“ segir Össur. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra fyrir fréttir en hún er erlendis.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fleiri fréttir Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Sjá meira