Erlent

Kerry heiðursborgari í Tékklandi?

Sama hvort John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, verður forseti Bandaríkjanna í næsta mánuði eða ekki þá stendur honum alla vega til boða að verða heiðursborgari tékkneska bæjarins Horni Benesov. Afi Kerrys, Fritz Khon að nafni, fæddist í umræddum bæ - þar sem íbúar eru 2400 talsins - á seinni hluta 19. aldar og bjó þar til ársins 1878 þegar fjölskyldan flutti til Vínar. Fritz breytti svo nafni sínu í Friedrich Kerry áður en hann sigldi vestur um haf á heimastjórnarárinu 1904. Ekki fylgir sögunni hvort John Kerry hafi þekkst boðið sem bæjarstjóri Horni Benesov tilkynnti í dag að stæði honum til boða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×