Meirihluti á móti ríkisstjórninni 20. september 2004 00:01 Meirihluti landsmanna er andsnúinn ríkisstjórninni, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Tæplega 52 prósent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu sögðust andvíg ríkisstjórninni en 48 prósent fylgjandi. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta þó við sig talsverðu fylgi frá því í könnun Fréttablaðsins í júlí. Þeir hafa þó ekki náð sameiginlega jafnmiklu fylgi og þeir hlutu í síðustu alþingiskosningum og gætu ekki myndað meirihluta ef kosið væri nú. Framsóknarflokkurinn bætir mest við sig samkvæmt könnuninni og nær tvöfaldar fylgi sitt frá því í júlí. Flokkurinn mælist nú með 13,5 prósenta fylgi, var með 7,5 prósent í júlí en fékk 17,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 3 prósentum frá því í júlí og mælist nú með meira fylgi en í þingkosningunum. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir könnunina vísbendingu um að fjölmiðlamálið sé að dala í hugum fólks. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að flokkur sinn eigi alltaf mikið inni frá skoðanakönnunum. "Það jákvæða við þessar niðurstöður er að fylgi við flokkinn er á uppleið og vonum við að svo verði áfram fram að kosningum," segir hann. Allir þrír stjórnarandstöðuflokkarnir tapa um tveggja prósenta fylgi hver frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist hafa átt von á betri útkomu stjórnarflokkanna í skoðanakönnun á þessum tímapunkti. "Þá miða ég við þá óvanalegu skrautreið sem þeir hafa átt í gegnum fjölmiðlana í tilefni svokallaðra ríkisstjórnarskipta," segir Össur. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Meirihluti landsmanna er andsnúinn ríkisstjórninni, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins. Tæplega 52 prósent þeirra sem spurðir voru og tóku afstöðu sögðust andvíg ríkisstjórninni en 48 prósent fylgjandi. Ríkisstjórnarflokkarnir bæta þó við sig talsverðu fylgi frá því í könnun Fréttablaðsins í júlí. Þeir hafa þó ekki náð sameiginlega jafnmiklu fylgi og þeir hlutu í síðustu alþingiskosningum og gætu ekki myndað meirihluta ef kosið væri nú. Framsóknarflokkurinn bætir mest við sig samkvæmt könnuninni og nær tvöfaldar fylgi sitt frá því í júlí. Flokkurinn mælist nú með 13,5 prósenta fylgi, var með 7,5 prósent í júlí en fékk 17,7 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæpum 3 prósentum frá því í júlí og mælist nú með meira fylgi en í þingkosningunum. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir könnunina vísbendingu um að fjölmiðlamálið sé að dala í hugum fólks. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að flokkur sinn eigi alltaf mikið inni frá skoðanakönnunum. "Það jákvæða við þessar niðurstöður er að fylgi við flokkinn er á uppleið og vonum við að svo verði áfram fram að kosningum," segir hann. Allir þrír stjórnarandstöðuflokkarnir tapa um tveggja prósenta fylgi hver frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar segist hafa átt von á betri útkomu stjórnarflokkanna í skoðanakönnun á þessum tímapunkti. "Þá miða ég við þá óvanalegu skrautreið sem þeir hafa átt í gegnum fjölmiðlana í tilefni svokallaðra ríkisstjórnarskipta," segir Össur.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira