Ríkisstjórn dregin fyrir dómstóla 8. september 2004 00:01 Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira