Ríkisstjórn dregin fyrir dómstóla 8. september 2004 00:01 Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands verður dregin fyrir dómstóla standi hún ekki við það samkomulag sem gert var við öryrkja fyrir einu og hálfu ári. Þetta fullyrðir formaður Öryrkjabandalagsins. Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fyrravetur að hann ætlaði sér að standa að fullu við ákvæði samningsins innan árs. Eins og menn muna kom til ófriðar á milli öryrkja og ríkisstjórnarinnar í nóvember í fyrra, einu sinni enn kynnu einhverjir að segja. Tilefnið var samningur öryrkja við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra um róttækar breytingar á örorkubótum, meðal annars tvöföldun grunnlífeyris. Samningurinn var gerður skömmu fyrir síðustu kosningar og átti að taka gildi um síðustu áramót. Á haustmánuðum kom í ljós að heilbrigðisráðherra ætlaði að verja einum milljarði til málsins, en útreikningar sýndu að heildarkostnaður breytinganna væri einn og hálfur milljarður. Talsmenn öryrkja sökuðu ríkisstjórnina um svik, en Jón brást við með því að lýsa því yfir í fjölmiðlum að hann hygðist efna samkomulagið í áföngum og að stefndi að því að fullnusta samkomulagið eftir 12 mánuði. Sá tími er senn á enda, en Garðar Sverrisson, formaður Öryrkjabandalagsins, segist enn ekki vita hvort staðið verði við samkomulagið, þrátt fyrir að fjárlagafrumvarp næsta árs eigi að vera tilbúið eftir 3 vikur. Hann segir með ólíkindum að 20 dagar séu til stefnu og engin svör hafi borist um hvort staðið verði við samkomulagið. Hann segir einnig að þar sem tryggingamálaráðherra hafi gert samninginn fyrir hönd ríkisstjornar Íslands sé ríkisstjórnin öll aðili að samningnum. Garðar segir að ríkisstjórnin hljóti að þurfa að virða sína samninga eins og allir aðrir. Garðar segist fullviss um að fyrirstaðan sé annars staðar en í heilbrigðisráðuneytinu því Jón Kristjánsson, hafa alltaf sýnt vilja til að standa við samkomulagið. Ekki náðist í Jón í morgun, en Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segist ekki geta svarað því að svo stöddu hvort gert sé ráð fyrir fullnustu samkomulagsins í fjárlögum komandi árs. Garðar segir að það muni hafa alvarlegar afleiðingar ætli ríkisstjórnin sér ekki að standa við samkomulagið. Þá muni Öryrkjabandalag Íslands stefna ríkisstjórn Íslands eina ferðina enn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira