Útseld vinna aukin á LSH 30. ágúst 2004 00:01 Jóhannes M. Gunnarsson, settur forstjóri Landsspítala - háskólasjúkrahúss segir að spítalinn muni leita leiða til að auka útselda þjónustu, innan þeirra marka sem heimildir leyfi. Samkvæmt sjö mánaða rekstraruppgjöri er spítalinn kominn 139 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,9%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,9% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf er 2,4% umfram áætlun. Rekstur flestra sviða eru innan áætlunar. Þegar kostnaðarliðir eru bornir saman við fyrra ár kemur í ljós að kostnaður við lækninga-, og hjúkrunarvörur eykst um 8,1% á milli ára og rannsóknarvörur hækka um 4,3%. Kostnaður vegna S-merktra lyfja eykst um 12,4% en lækkar vegna annarra lyfja um 1,6%. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga. Aukningin var 2,9% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Aukningin var mest í dagdeildaraðgerðum á augum en þar hefur eftirspurnin vaxið hvað mest. Einnig jukust aðgerðir í almennum skurðlækningum, augnlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarlækningum, þvagfæraskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Í næsta hefti Stjórnunarupplýsinga verður birt þróun biðlista eftir þjónustu spítalans. Legudögum á bráðadeildum hefur fækkað um 7,1%. Sjúklingum á gjörgæsludeildum fjölgar umtalsvert, eða um nær 30% en legudögum fjölgar um 7% þar. Meðallegutími á gjörgæsludeildum styttist úr 2,9 dögum í 2,4 daga. Meðallegutími á spítalanum í heild styttist úr 8,9 dögum í 8,2 daga. Ef aðeins er litið til meðallegutíma á bráðadeildum sjúkrahússins þá styttist hann úr 5,1 dögum í 5,0 daga. Varðandi útselda þjónustu spítalans sagði Jóhannes forráðamenn spítalans telja þjóðhagslega hagkvæmt að auka hana. Mikilvægt væri að reyna að nýta afkastagetu tækja og þess mikla búnaðar sem á spítalanum væri eins mikið og mögulegt væri. Varðandi fyrirhugaðan frekari niðurskurð um 700 milljónir króna sagði Jóhannes, að vel hefði tekist til á þessu ári. Reynt yrði að ná frekari sparnaði, en ef ná ætti rekstrinum niður um aðrar 7 - 800 milljónir, eins og stjórnvöld hefðu lagt upp með á síðasta ári, þá kæmi það verulega niður í þjónustumagninu. "Starfsmenn eru að leggja meira á sig en áður," sagði hann "og sumstaðar er það á ystu mörkum." Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Jóhannes M. Gunnarsson, settur forstjóri Landsspítala - háskólasjúkrahúss segir að spítalinn muni leita leiða til að auka útselda þjónustu, innan þeirra marka sem heimildir leyfi. Samkvæmt sjö mánaða rekstraruppgjöri er spítalinn kominn 139 milljónir umfram fjárheimildir tímabilsins eða 0,9%. Launagjöld eru 0,6% umfram áætlun og rekstrargjöld 1,9% umfram áætlun. Kostnaður við S-merkt lyf er 2,4% umfram áætlun. Rekstur flestra sviða eru innan áætlunar. Þegar kostnaðarliðir eru bornir saman við fyrra ár kemur í ljós að kostnaður við lækninga-, og hjúkrunarvörur eykst um 8,1% á milli ára og rannsóknarvörur hækka um 4,3%. Kostnaður vegna S-merktra lyfja eykst um 12,4% en lækkar vegna annarra lyfja um 1,6%. Skurðaðgerðum heldur áfram að fjölga. Aukningin var 2,9% á fyrstu sjö mánuðum ársins. Aukningin var mest í dagdeildaraðgerðum á augum en þar hefur eftirspurnin vaxið hvað mest. Einnig jukust aðgerðir í almennum skurðlækningum, augnlækningum, barnaskurðlækningum, bæklunarlækningum, þvagfæraskurðlækningum og æðaskurðlækningum. Í næsta hefti Stjórnunarupplýsinga verður birt þróun biðlista eftir þjónustu spítalans. Legudögum á bráðadeildum hefur fækkað um 7,1%. Sjúklingum á gjörgæsludeildum fjölgar umtalsvert, eða um nær 30% en legudögum fjölgar um 7% þar. Meðallegutími á gjörgæsludeildum styttist úr 2,9 dögum í 2,4 daga. Meðallegutími á spítalanum í heild styttist úr 8,9 dögum í 8,2 daga. Ef aðeins er litið til meðallegutíma á bráðadeildum sjúkrahússins þá styttist hann úr 5,1 dögum í 5,0 daga. Varðandi útselda þjónustu spítalans sagði Jóhannes forráðamenn spítalans telja þjóðhagslega hagkvæmt að auka hana. Mikilvægt væri að reyna að nýta afkastagetu tækja og þess mikla búnaðar sem á spítalanum væri eins mikið og mögulegt væri. Varðandi fyrirhugaðan frekari niðurskurð um 700 milljónir króna sagði Jóhannes, að vel hefði tekist til á þessu ári. Reynt yrði að ná frekari sparnaði, en ef ná ætti rekstrinum niður um aðrar 7 - 800 milljónir, eins og stjórnvöld hefðu lagt upp með á síðasta ári, þá kæmi það verulega niður í þjónustumagninu. "Starfsmenn eru að leggja meira á sig en áður," sagði hann "og sumstaðar er það á ystu mörkum."
Fréttir Innlent Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira