68 prósent vilja að Davíð hætti 11. júlí 2004 00:01 Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eingöngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi formanna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist umhverfisráðuneytið frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt embætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggðinni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstudag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurningarinnar sem var svohljóðandi: "Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?" Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eingöngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi formanna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist umhverfisráðuneytið frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt embætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggðinni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstudag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurningarinnar sem var svohljóðandi: "Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?"
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira