68 prósent vilja að Davíð hætti 11. júlí 2004 00:01 Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eingöngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi formanna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist umhverfisráðuneytið frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt embætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggðinni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstudag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurningarinnar sem var svohljóðandi: "Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?" Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Rúmlega 68% þeirra sem afstöðu taka í nýrri könnun Fréttablaðsins telja að Davíð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september en 32 prósent telja að hann eigi að halda áfram í stjórnmálum. Í sömu könnun sögðust 32,3 prósent þeirra sem tóku afstöðu styðja Sjálfstæðisflokkinn. Þegar litið er til þessara stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eingöngu segja 71 prósent þeirra að Davíð eigi ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum 15. september en 29% af stuðningsmönnum flokksins töldu að hann ætti að hætta á þeim tímapunkti. Samkvæmt samkomulagi formanna stjórnarflokkanna mun Davíð láta af embætti forsætisráðherra 15. september og Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, setjast í þann stól. Á sama tíma færist umhverfisráðuneytið frá Framsóknarflokki yfir til Sjálfstæðisflokks. Davíð Oddsson hefur gengt embætti forsætisráðherra í rúm þrettán ára, frá 30. apríl 1991, lengst allra íslenskra ráðherra. Davíð hefur sjálfur ekki gefið uppi hvort hann hyggist halda áfram í stjórnmálum eftir 15. september. Enginn munur var á afstöðu kynja í könnun Fréttablaðsins en marktækur munur var á afstöðu fólks eftir búsetu. Á landsbyggðinni töldu 72,4 prósent að Davíð ætti að hætta en 65,1 prósent voru þeirrar skoðunar í þéttbýli af þeim sem afstöðu tóku. Könnun Fréttablaðsins var framkvæmd síðastliðinn föstudag. Hringt var í 800 manns, skipt jafnt milli kynja sem og landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis, og tóku 91,8% afstöðu til spurningarinnar sem var svohljóðandi: "Telur þú að Davíð Oddsson eigi að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar hann lætur af embætti forsætisráðherra 15. september í haust?"
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira