Innlent

Kom skemmtilega á óvart

"Þessi lausn kom skemmtilega á óvart," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla og ákvörðun þess efnis að fella þau gömlu úr gildi. Að sögn Hjálmars fékk þingflokkurinn ekki að vita um ákvörðun formanna stjórnarflokkanna fyrr en á þingflokksfundi í gærkvöld. "Formaður flokksins hefur haft mjög gott samráð við þingmenn og því vitað hvernig hjarta þingmanna slær í þessu máli," segir Hjálmar. Að sögn Hjálmars ríkir sátt innan þingflokksins með niðurstöðuna. "Þingflokkurinn telur að með þessu sé verið að stíga skref til þess að ná þverpólitískri þjóðarsátt um mál sem þjóðin lætur sig verulegu varða."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×