Næstu þingkosningar ráða úrslitum 5. júlí 2004 00:01 "Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira
"Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld. "Tillögurnar eru þær að það verður lagt fram nýtt frumvarp að fjölmiðlalögum þar sem verða gerðar tvær efnisbreytingar frá fyrra frumvarpi. Annars vegar það að réttur markaðsráðandi fyrirtækja til þátttöku í útvarpsrekstri er rýmkaður úr 5% í 10%. Í öðru lagi, og það sem kannski mikilvægara er, að gildistöku frumvarpsins er frestað til 1. september 2007. Það þýðir með öðrum orðum að menn kjósa til Alþingis á nýjan leik áður en lögin taka gildi og sá þingmeirihluti sem til staðar er eftir þær kosningar hefur allmarga mánuði eftir að þing kemur saman til þess að ákveða hvort þeir vilji gera breytingar á þessum lögum; fresta gildistöku enn freka eða láta lögin standa. Kjósendur í landinu hafa með þeim hætti atbeina til að láta áhuga sinn á þessu máli ráða því hvernig þeir haga atkvæði sínu í kosningunum." Davíð segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að." Davíð segir frumvarpið ekki sprottið af ósamkomulagi stjórnarflokkanna heldur hafi ágreiningur lögfræðinga um 26. grein stjórnarskrárinnar og þjóðaratkvæðagreiðsluna verið djúpstæður. "Þannig að menn losa sig og þjóðina út úr þeim ógöngum að vera að fara með þetta mál fram í fullkominni óvissu," segir Davíð og bætir við: "Þannig að með þessu þá hefst hvoru tveggja, að lögin lengja aðlögunarfrestinn og eins hefur þjóðin tækifæri til að koma að málunum áður en þau taka gildi." Hugmyndina hafi Davíð fengið fyrir þremur dögum. Hann hafi farið yfir málið með forsetanum. "Ég fór yfir málið og gerði grein fyrir þessum tillögum og gerði grein fyrir því að þetta frumvarp yrði sent honum til áritunar [í dag] ef menn samþykktu. Viðbrögð forsetans voru ekki önnur en þau að fara yfir þetta í stuttu máli og lýsa því yfir að sér þætti þetta fróðlegt." Davíð segir óhjákvæmilegt að huga að breytingu á stjórnarskrárákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það sé algerlega óframbærilegt "... og hefur ekkert verið lagað vegna þess að menn hafa verið í tímaþröng og ætlað svo að klára það árið eftir en hafa ekki gert það, sennilega vegna þess að þeir töldu að þessu ákvæði yrði aldrei beitt."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kári var harðákveðinn að ætla ekki að hætta sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Sjá meira