Yfir 10% hækkun á tveim árum 12. júní 2004 00:01 Eftir fyrirhugaða 2,6 prósenta hækkun á orkuverði næstu mánaðamót hefur Orkuveita Reykjavíkur á tveimur árum hækkað raforkuverð um sem nemur 10 prósentum og verð á heitu vatni sem nemur rúmum 13 prósentum, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Á 10 mánuðum, eða frá því að veðurblíðuhækkun varð í september sl., hefur verð á heitu vatni hækkað um tæp 8,6 prósent og rafmagni um 3,8 prósent. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, bendir á að hækkanir á rafmagni séu langt undir verðbólguþróun. "Um heita vatnið gilda svo sérstakar aðstæður. Ef bara er horft til rúmmetraverðs er 8 prósenta hækkun, en sé hins vegar horft til húshitunarkostnaðar er 8 prósenta lækkun," segir hann og bendir á að á föstu verðlagi sé verð á heitu vatni lægra núna heldur en var árið 1994. Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitunnar, segir hækkanir fyrirtækisins nánast orðnar að föstum lið og bendir á að fyrirtækið hafi eitt orkufyrirtækja hækkað verð vegna veðurblíðu. "Núna er vísað í hækkun á byggingarvísitölu en það hefur ekki verið gert til þessa. Það sem er auðvitað að gerast er að glannalegar fjárfestingar á fjarskiptasviði eru farnar að koma niður á fyrirtækinu með beinum hætti þannig að viðskiptavinirnir finna fyrir," segir Guðlaugur Þór. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, telur fráleitt að tengja hækkunina nú fjárfestingum fyrirtækisins, hvort heldur sem er á fjarskiptasviði eða í virkjunum. "Þessi þvæla í Guðlaugi Þór er engu lík og ótrúlegt hvað hægt er að eltast við þetta. Honum hefur enda ekki tekist að koma hér neinu höggi á starfsemi fyrirtækisins, þrátt fyrir að hafa reynt að leika þennan leik í um fjögur ár og það í gegnum kosningar." Alfreð segir að í gegnum tíðina hafi verið miðað við ýmsar vísitölur við reglubundnar hækkanir Orkuveitunnar. "Nú er bundið í lög að miðað sé við byggingarvísitölu, a.m.k. varðandi raforkuna," segir hann og telur orkugjöld hér almennt svo lág að fyrirtæki hafi ekki efni á að gefa eftir vísitölutengdar hækkanir. Alfreð segist búast við að önnur orkufyrirtæki, s.s. Landsvirkjun, RARIK og Hitaveita Suðurnesja eigi eftir að tilkynna um sambærilegar gjaldsskrárhækkanir í takt við vísitölu. Fréttir Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Eftir fyrirhugaða 2,6 prósenta hækkun á orkuverði næstu mánaðamót hefur Orkuveita Reykjavíkur á tveimur árum hækkað raforkuverð um sem nemur 10 prósentum og verð á heitu vatni sem nemur rúmum 13 prósentum, samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands. Á 10 mánuðum, eða frá því að veðurblíðuhækkun varð í september sl., hefur verð á heitu vatni hækkað um tæp 8,6 prósent og rafmagni um 3,8 prósent. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar, bendir á að hækkanir á rafmagni séu langt undir verðbólguþróun. "Um heita vatnið gilda svo sérstakar aðstæður. Ef bara er horft til rúmmetraverðs er 8 prósenta hækkun, en sé hins vegar horft til húshitunarkostnaðar er 8 prósenta lækkun," segir hann og bendir á að á föstu verðlagi sé verð á heitu vatni lægra núna heldur en var árið 1994. Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitunnar, segir hækkanir fyrirtækisins nánast orðnar að föstum lið og bendir á að fyrirtækið hafi eitt orkufyrirtækja hækkað verð vegna veðurblíðu. "Núna er vísað í hækkun á byggingarvísitölu en það hefur ekki verið gert til þessa. Það sem er auðvitað að gerast er að glannalegar fjárfestingar á fjarskiptasviði eru farnar að koma niður á fyrirtækinu með beinum hætti þannig að viðskiptavinirnir finna fyrir," segir Guðlaugur Þór. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, telur fráleitt að tengja hækkunina nú fjárfestingum fyrirtækisins, hvort heldur sem er á fjarskiptasviði eða í virkjunum. "Þessi þvæla í Guðlaugi Þór er engu lík og ótrúlegt hvað hægt er að eltast við þetta. Honum hefur enda ekki tekist að koma hér neinu höggi á starfsemi fyrirtækisins, þrátt fyrir að hafa reynt að leika þennan leik í um fjögur ár og það í gegnum kosningar." Alfreð segir að í gegnum tíðina hafi verið miðað við ýmsar vísitölur við reglubundnar hækkanir Orkuveitunnar. "Nú er bundið í lög að miðað sé við byggingarvísitölu, a.m.k. varðandi raforkuna," segir hann og telur orkugjöld hér almennt svo lág að fyrirtæki hafi ekki efni á að gefa eftir vísitölutengdar hækkanir. Alfreð segist búast við að önnur orkufyrirtæki, s.s. Landsvirkjun, RARIK og Hitaveita Suðurnesja eigi eftir að tilkynna um sambærilegar gjaldsskrárhækkanir í takt við vísitölu.
Fréttir Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira