Innlent

Óréttlát hækkun leikskólagjalda

Hækkun leikskólagjalda í Reykjavík er óréttlát í ljósi þess að henni er ekki ætlað að mæta auknum útgjöldum. Þetta segir Dögg Proppé Hugosdóttir, varaformaður Félags ungs fólks í Vinstri grænum. Hækka á leikskólagjöld hjá námsmönnum um 42 prósent, eða um tæpar 10.000 krónur á mánuði, ef aðeins annað foreldrið er í námi. Í grein sem Dögg ritar á heimasíðu félagsins segir að forsvarsmenn Leikskóla Reykjavíkur beri það fyrir sig að hækkunin sé vegna þess að námsmenn séu nú betur staddir en þeir voru þegar núverandi gjaldskrá var ákveðin. Sérstaklega vegna afnáms tekjutengingar maka hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Dögg spyr hvaða námsmaður hafi fengið 10.000 króna kjarabætur frá lánasjóðnum í einu lagi og hvort það sé ómögulegt að námsmenn fái að njóta þeirra kjarabóta sem þeir fái. Hún segir að hækkunin gangi gegn kosningaloforðum Vinstri grænna í síðustu alþingiskosningum um frían leikskóla og því hljóti flokkurinn að hafa verið beygður til að sætta sig við hækkunina í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×