Innlent

Stórmeistarar skora á stjórnvöld

Íslenskir stórmeistarar hafa sent stjórnvöldum áskorun um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að losa Bobby Fischer úr fangelsi í Japan. Fischer hefur setið í fangelsinu mánuðum saman meðan karpað er um hvort hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að heyja skákeinvígi við Boris Spasský í Júgóslavíu árið 1992, í trássi við samskiptabann á landið. Íslenskir stórmeistarar í skák samþykktu á fjölmennum aðalfundi að skora á íslensk stjórnvöld að gera það sem þau gætu til þess að fá Fischer leystan úr fangelsi. Helgi Áss Grétarsson, formaður Félags stórmeistara, segir skákmeistarann eiga það sannarlega skilið að kollegar hans aðstoði hann í þessari krísu því segja megi að Fischer hafi rutt brautina í því að gera stórmeisturum kleift að lifa af skák.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×