Innlent

Jeppi lenti ofan í Rauðavatni

Ísinn á Rauðavatni gaf sig undan þunga jeppa sem ekið var út á vatnið í dag. Ökumaðurinn og farþegi hans björguðust giftusamlega. Töluverð umferð hefur verið um Rauðavatn að undanförnu en ungu mennirnir tveir voru hins vegar svo óheppnir að aka tiltölulega léttri jeppabifreið sinni ofan í vök. Það vildi þeim til happs að grunnt er til botns. Félagarnir biðu því þess sem verða vildi þar til ökumenn bar að garði með spotta sem dró þá á þurrt. Án þess að það tengist þessari frétt á nokkurn hátt þá má geta þess að fyrsti jólasveinninn kemur ekki til byggða fyrr en aðfararnótt 12. desember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×