Skattahækkanir borgarbúum dýrar 19. nóvember 2004 00:01 Skattahækkanir Reykjavíkurlistans munu auka skattgreiðslur dæmigerðrar reykvískrar fjölskyldu um 25 þúsund krónur á ári. Þetta er mat Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 2,6 prósenta hækkun útsvars og 7,8 prósenta hækkun fasteignaskatts. Útsvarið verður þá komið í hámark samkvæmt lögum sem er 13,03 prósent. Kjartan sagði í umræðum í borgarstjórn í vikunni að eftir því sem skattar hækkuðu þyrfti fólk að vinna meira til að halda sömu lífskjörum. Þar af leiðandi gæfist minni tími til fjölskyldulífs. Skattahækkanir R-listans væru því beinlínis fjölskyldufjandsamlegar. Þá rifjaði Kjartan upp kosningaloforð borgarfulltrúa R-listans um að skattar yrðu ekki hækkaðar undir þeirra stjórn. Fyrir kosningar árið 1998 hafi frambjóðendur hans meira að segja lofað að lækka þá. Hækkun fasteignaskatts er tímaskekkja miðað við þróun á fasteignamarkaði að mati Kjartans. "Á síðustu árum hefur húsnæðisverð í borginni hækkað mikið og það hefur skilað sér í hærri greiðslum fasteignaskatts í borgarsjóð," sagði hann. "Þetta hefur leitt til þess að fasteignaskattar Reykvíkinga hafa hækkað gífurlega á síðustu árum og það er því tímaskekkja að ætla sér einnig að hækka skattprósentuna eins og R-listinn gerir nú." Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að fyrir kosningar 1998 hafi R-listinn gefið loforð um að holræsagjöld myndu lækka og staðið hafi verið við það. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin um þetta í kosningunum árið 2002. Hvorki um hækkun né lækkun. "Við töldum skynsamlegast að hækka þessi gjöld nú til að standa undir útgjöldum sem eru að bætast á okkur í stað þess að skera niður þjónustu eða auka skuldir," segir Árni. Varðandi hækkun fasteignaskatts segir Árni að skatturinn hafi lækkað mjög á undanförnum árum vegna hækkunar fasteignamats. Þess vegna hefðu tekjur borgarsjóðs af fasteignaskatti minnkað á ákveðnu tímabili en nú sé verið að leiðrétta það. Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Skattahækkanir Reykjavíkurlistans munu auka skattgreiðslur dæmigerðrar reykvískrar fjölskyldu um 25 þúsund krónur á ári. Þetta er mat Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 2,6 prósenta hækkun útsvars og 7,8 prósenta hækkun fasteignaskatts. Útsvarið verður þá komið í hámark samkvæmt lögum sem er 13,03 prósent. Kjartan sagði í umræðum í borgarstjórn í vikunni að eftir því sem skattar hækkuðu þyrfti fólk að vinna meira til að halda sömu lífskjörum. Þar af leiðandi gæfist minni tími til fjölskyldulífs. Skattahækkanir R-listans væru því beinlínis fjölskyldufjandsamlegar. Þá rifjaði Kjartan upp kosningaloforð borgarfulltrúa R-listans um að skattar yrðu ekki hækkaðar undir þeirra stjórn. Fyrir kosningar árið 1998 hafi frambjóðendur hans meira að segja lofað að lækka þá. Hækkun fasteignaskatts er tímaskekkja miðað við þróun á fasteignamarkaði að mati Kjartans. "Á síðustu árum hefur húsnæðisverð í borginni hækkað mikið og það hefur skilað sér í hærri greiðslum fasteignaskatts í borgarsjóð," sagði hann. "Þetta hefur leitt til þess að fasteignaskattar Reykvíkinga hafa hækkað gífurlega á síðustu árum og það er því tímaskekkja að ætla sér einnig að hækka skattprósentuna eins og R-listinn gerir nú." Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að fyrir kosningar 1998 hafi R-listinn gefið loforð um að holræsagjöld myndu lækka og staðið hafi verið við það. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin um þetta í kosningunum árið 2002. Hvorki um hækkun né lækkun. "Við töldum skynsamlegast að hækka þessi gjöld nú til að standa undir útgjöldum sem eru að bætast á okkur í stað þess að skera niður þjónustu eða auka skuldir," segir Árni. Varðandi hækkun fasteignaskatts segir Árni að skatturinn hafi lækkað mjög á undanförnum árum vegna hækkunar fasteignamats. Þess vegna hefðu tekjur borgarsjóðs af fasteignaskatti minnkað á ákveðnu tímabili en nú sé verið að leiðrétta það.
Fréttir Innlent Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira