Skattahækkanir borgarbúum dýrar 19. nóvember 2004 00:01 Skattahækkanir Reykjavíkurlistans munu auka skattgreiðslur dæmigerðrar reykvískrar fjölskyldu um 25 þúsund krónur á ári. Þetta er mat Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 2,6 prósenta hækkun útsvars og 7,8 prósenta hækkun fasteignaskatts. Útsvarið verður þá komið í hámark samkvæmt lögum sem er 13,03 prósent. Kjartan sagði í umræðum í borgarstjórn í vikunni að eftir því sem skattar hækkuðu þyrfti fólk að vinna meira til að halda sömu lífskjörum. Þar af leiðandi gæfist minni tími til fjölskyldulífs. Skattahækkanir R-listans væru því beinlínis fjölskyldufjandsamlegar. Þá rifjaði Kjartan upp kosningaloforð borgarfulltrúa R-listans um að skattar yrðu ekki hækkaðar undir þeirra stjórn. Fyrir kosningar árið 1998 hafi frambjóðendur hans meira að segja lofað að lækka þá. Hækkun fasteignaskatts er tímaskekkja miðað við þróun á fasteignamarkaði að mati Kjartans. "Á síðustu árum hefur húsnæðisverð í borginni hækkað mikið og það hefur skilað sér í hærri greiðslum fasteignaskatts í borgarsjóð," sagði hann. "Þetta hefur leitt til þess að fasteignaskattar Reykvíkinga hafa hækkað gífurlega á síðustu árum og það er því tímaskekkja að ætla sér einnig að hækka skattprósentuna eins og R-listinn gerir nú." Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að fyrir kosningar 1998 hafi R-listinn gefið loforð um að holræsagjöld myndu lækka og staðið hafi verið við það. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin um þetta í kosningunum árið 2002. Hvorki um hækkun né lækkun. "Við töldum skynsamlegast að hækka þessi gjöld nú til að standa undir útgjöldum sem eru að bætast á okkur í stað þess að skera niður þjónustu eða auka skuldir," segir Árni. Varðandi hækkun fasteignaskatts segir Árni að skatturinn hafi lækkað mjög á undanförnum árum vegna hækkunar fasteignamats. Þess vegna hefðu tekjur borgarsjóðs af fasteignaskatti minnkað á ákveðnu tímabili en nú sé verið að leiðrétta það. Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Skattahækkanir Reykjavíkurlistans munu auka skattgreiðslur dæmigerðrar reykvískrar fjölskyldu um 25 þúsund krónur á ári. Þetta er mat Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Í fjárhagsáætlun meirihluta borgarstjórnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 2,6 prósenta hækkun útsvars og 7,8 prósenta hækkun fasteignaskatts. Útsvarið verður þá komið í hámark samkvæmt lögum sem er 13,03 prósent. Kjartan sagði í umræðum í borgarstjórn í vikunni að eftir því sem skattar hækkuðu þyrfti fólk að vinna meira til að halda sömu lífskjörum. Þar af leiðandi gæfist minni tími til fjölskyldulífs. Skattahækkanir R-listans væru því beinlínis fjölskyldufjandsamlegar. Þá rifjaði Kjartan upp kosningaloforð borgarfulltrúa R-listans um að skattar yrðu ekki hækkaðar undir þeirra stjórn. Fyrir kosningar árið 1998 hafi frambjóðendur hans meira að segja lofað að lækka þá. Hækkun fasteignaskatts er tímaskekkja miðað við þróun á fasteignamarkaði að mati Kjartans. "Á síðustu árum hefur húsnæðisverð í borginni hækkað mikið og það hefur skilað sér í hærri greiðslum fasteignaskatts í borgarsjóð," sagði hann. "Þetta hefur leitt til þess að fasteignaskattar Reykvíkinga hafa hækkað gífurlega á síðustu árum og það er því tímaskekkja að ætla sér einnig að hækka skattprósentuna eins og R-listinn gerir nú." Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, segir að fyrir kosningar 1998 hafi R-listinn gefið loforð um að holræsagjöld myndu lækka og staðið hafi verið við það. Hins vegar hafi engin loforð verið gefin um þetta í kosningunum árið 2002. Hvorki um hækkun né lækkun. "Við töldum skynsamlegast að hækka þessi gjöld nú til að standa undir útgjöldum sem eru að bætast á okkur í stað þess að skera niður þjónustu eða auka skuldir," segir Árni. Varðandi hækkun fasteignaskatts segir Árni að skatturinn hafi lækkað mjög á undanförnum árum vegna hækkunar fasteignamats. Þess vegna hefðu tekjur borgarsjóðs af fasteignaskatti minnkað á ákveðnu tímabili en nú sé verið að leiðrétta það.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira