Innlent

Sameining samþykkt

Sameining fjögurra hreppa sunnan Skarðsheiðar var samþykkt í kosningum í gær. Hreppirnir fjórir eru Hvalfjarðarstrandahreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár og Melahreppur og Skilmannahreppur. Andstaða við sameininguna var mest í Skilmannahrepp, þar sem 34 sögðu nei, en 65 sögðu já. Í öðrum hreppum var sameiningin samþykkt með öllum eða nær öllum greiddum atkvæðum. 382 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúm 77 prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×