Innlent

Kannar ensk máláhrif í íslensku

Hanna Óladóttir, stúdent við Háskóla Íslands, hlaut í dag hálfa milljón króna í styrk frá Mjólkursamsölunni í tengslum við málræktarþing. Hanna vinnur að lokaverkefni sem byggist á könnun á viðhorfi til enskra máláhrifa í íslensku. Könnun þessi er hluti af viðamiklu norrænu verkefni þar sem athygli er beint að notkun aðkomuorða í norrænum málum og afstöðu málhafa til erlendra áhrifa. Vísindalegt gildi rannsóknar Hönnu felst meðal annars í því að varpa ljósi á það hvaða áhrif mismunandi hvatar og sjónarmið hafa á málnotkun manna og hugmyndir þeirra um þessi efni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×