Barnagæslan verkfallsbrot 20. september 2004 00:01 Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Í Valshemilinu voru um hundrað börn starfsmanna KB banka í gæslu í dag en hún er skipulögð af starfsmönnunum sjálfum. Verkfallsverðir grunnskólakennara komu í heimsókn þar í morgun til að kynna sér starfsemina en börnin eru aðallega í íþróttum og alls kyns leikjum. Telja kennarar að það gæti verið verkfallsbrot þar sem þannig væri verið að ganga í störf íþróttakennara Ekki líta skipuleggjendur svo á að þeir séu að fremja verkfallsbrot, enda sé ekki verið að kenna börnunum neitt heldur eingöngu að skipuleggja dagskrá fyrir þau. Og þörfin fyrir gæsluna er greinilega mikil. Svali Björgvinsson, starfsmaður KB banka, segir að á bilinu 15-20 fyrirtæki hafi haft samband við sig til að athuga hvort þau mættu taka þátt í henni. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að verða við því. Í Þróttarheimilinu í Laugardalnum mættu 120 börn starfsmanna Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra. Þar er einnig þaulskipulögð dagskrá. Ásgerður Guðmundsóttir, skólastjóri Heilsuskólans sem svo er kallaður, segir einn hópinn vera í listasmiðju, annan í íþróttasalnum og tveir hópar eru úti í einu, annað hvort í vettvangsferð eða í leikjum. Ásgerður segir að þessi skipulagða dagskrá sé algjör forsenda þess að börnin geti tekist á við álagið sem fylgir verkfallinu. Verkfallstjórn grunnskólakennara fylgist grannt með og her verkfallsvarða hefur heimsótt gæslustaði og skóla um allt land í dag. Rétt fyrir fréttir komst verkfallstjórnin að þeirri niðurstöðu að þarna og á fleiri stöðum væri verið að ganga í störf kennara og að litið væri á það sem verkfallsbrot. Kennarar eru nú að íhuga til hvaða aðgerða eigi að grípa. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. Í Valshemilinu voru um hundrað börn starfsmanna KB banka í gæslu í dag en hún er skipulögð af starfsmönnunum sjálfum. Verkfallsverðir grunnskólakennara komu í heimsókn þar í morgun til að kynna sér starfsemina en börnin eru aðallega í íþróttum og alls kyns leikjum. Telja kennarar að það gæti verið verkfallsbrot þar sem þannig væri verið að ganga í störf íþróttakennara Ekki líta skipuleggjendur svo á að þeir séu að fremja verkfallsbrot, enda sé ekki verið að kenna börnunum neitt heldur eingöngu að skipuleggja dagskrá fyrir þau. Og þörfin fyrir gæsluna er greinilega mikil. Svali Björgvinsson, starfsmaður KB banka, segir að á bilinu 15-20 fyrirtæki hafi haft samband við sig til að athuga hvort þau mættu taka þátt í henni. Það hafi hins vegar ekki verið hægt að verða við því. Í Þróttarheimilinu í Laugardalnum mættu 120 börn starfsmanna Íslandsbanka og Sjóvár- Almennra. Þar er einnig þaulskipulögð dagskrá. Ásgerður Guðmundsóttir, skólastjóri Heilsuskólans sem svo er kallaður, segir einn hópinn vera í listasmiðju, annan í íþróttasalnum og tveir hópar eru úti í einu, annað hvort í vettvangsferð eða í leikjum. Ásgerður segir að þessi skipulagða dagskrá sé algjör forsenda þess að börnin geti tekist á við álagið sem fylgir verkfallinu. Verkfallstjórn grunnskólakennara fylgist grannt með og her verkfallsvarða hefur heimsótt gæslustaði og skóla um allt land í dag. Rétt fyrir fréttir komst verkfallstjórnin að þeirri niðurstöðu að þarna og á fleiri stöðum væri verið að ganga í störf kennara og að litið væri á það sem verkfallsbrot. Kennarar eru nú að íhuga til hvaða aðgerða eigi að grípa.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira