Vinna allta að átján tíma á dag 7. september 2004 00:01 Nýbúar í Hafnarfirði nýta sér ekki þjónustu Alþjóðahúss ef marka má úttekt á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem nú liggur fyrir. Í fyrra voru 566 einstaklingar með erlent ríkisfang búsettir í bænum, þar af flestir frá Póllandi. Þá er áætlað að svipaður fjöldi hafi þegar fengið íslenskan ríkisborgararétt og því megi gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa af erlendum uppruna í Hafnarfirði sé um eitt þúsund. Í viðtölum sem tekin voru við nýbúa kemur fram að fáir þeirra vita af starfsemi Alþjóðahúss, en þar er rekin lögfræði- og félagsráðgjöf, og enn færri nýta sér þjónustuna þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær greiði Alþjóðahúsi fimm milljónir á ári fyrir þjónustu við nýbúa í bænum. Sumir sem rætt var við sögðu að þeir hefðu ekki tíma til að sækja þjónustuna til Reykjavíkur vegna langs vinnutíma. Sérstaklega sögðust Pólverjar vinna mikið og margir þeirra senda peninga heim til Póllands. Einn viðmælendanna sagði þetta fólk vera mjög þreytt og lifa eins ódýrt og það geti til þess að geta sent sem mesta peninga til heimalandsins. Dæmi séu um að fólk vinni átján klukkustundir á dag. Fólkið vinni mikið á meðan það er á Íslandi og taki sér svo frí í nokkra mánuði til þess að fara til Póllands. Taldi viðmælandinn mikilvægt að stjórnvöld reyndu að rjúfa þessa einangrun fólks og íslenskukennsla væri best til þess fallin. Filippseyingar sem talað var við sögðu að þeim fyndust Íslendingar taka þeim illa ef þeir töluðu ensku. Þeir tóku því undir mikilvægi íslenskukennslu. Hins vegar fannst þeim dýrt að taka íslenskunámskeið og erfitt að stunda nám samhliða vinnu. Enginn þeirra hafði sótt íslenskunámskeið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, þar sem þeim fannst námskeiðin dýr og skila litlum árangri. Fram komu hugmyndir um að nýbúum yrði boðið á íslenskunámskeið þegar þeir kæmu til landsins, til dæmis í hálft ár. Í úttektinni segir að á Íslandi þurfi útlendingar að taka 150 stundir í íslensku til þess að geta fengið búsetuleyfi og ríkið niðurgreiði námið að einhverju leyti. Í nágrannaríkjum sé fjöldi kennslustunda talsvert fleiri og hið opinbera taki þar meiri þátt í kostnaði við námið. Þannig fái útlendingar í Svíþjóð ókeypis kennslu í allt að 525 klukkustundir og útlendingar í Noregi fái 850 klukkustundir. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Nýbúar í Hafnarfirði nýta sér ekki þjónustu Alþjóðahúss ef marka má úttekt á þjónustu Hafnarfjarðarbæjar sem nú liggur fyrir. Í fyrra voru 566 einstaklingar með erlent ríkisfang búsettir í bænum, þar af flestir frá Póllandi. Þá er áætlað að svipaður fjöldi hafi þegar fengið íslenskan ríkisborgararétt og því megi gera ráð fyrir að heildarfjöldi íbúa af erlendum uppruna í Hafnarfirði sé um eitt þúsund. Í viðtölum sem tekin voru við nýbúa kemur fram að fáir þeirra vita af starfsemi Alþjóðahúss, en þar er rekin lögfræði- og félagsráðgjöf, og enn færri nýta sér þjónustuna þrátt fyrir að Hafnarfjarðarbær greiði Alþjóðahúsi fimm milljónir á ári fyrir þjónustu við nýbúa í bænum. Sumir sem rætt var við sögðu að þeir hefðu ekki tíma til að sækja þjónustuna til Reykjavíkur vegna langs vinnutíma. Sérstaklega sögðust Pólverjar vinna mikið og margir þeirra senda peninga heim til Póllands. Einn viðmælendanna sagði þetta fólk vera mjög þreytt og lifa eins ódýrt og það geti til þess að geta sent sem mesta peninga til heimalandsins. Dæmi séu um að fólk vinni átján klukkustundir á dag. Fólkið vinni mikið á meðan það er á Íslandi og taki sér svo frí í nokkra mánuði til þess að fara til Póllands. Taldi viðmælandinn mikilvægt að stjórnvöld reyndu að rjúfa þessa einangrun fólks og íslenskukennsla væri best til þess fallin. Filippseyingar sem talað var við sögðu að þeim fyndust Íslendingar taka þeim illa ef þeir töluðu ensku. Þeir tóku því undir mikilvægi íslenskukennslu. Hins vegar fannst þeim dýrt að taka íslenskunámskeið og erfitt að stunda nám samhliða vinnu. Enginn þeirra hafði sótt íslenskunámskeið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, þar sem þeim fannst námskeiðin dýr og skila litlum árangri. Fram komu hugmyndir um að nýbúum yrði boðið á íslenskunámskeið þegar þeir kæmu til landsins, til dæmis í hálft ár. Í úttektinni segir að á Íslandi þurfi útlendingar að taka 150 stundir í íslensku til þess að geta fengið búsetuleyfi og ríkið niðurgreiði námið að einhverju leyti. Í nágrannaríkjum sé fjöldi kennslustunda talsvert fleiri og hið opinbera taki þar meiri þátt í kostnaði við námið. Þannig fái útlendingar í Svíþjóð ókeypis kennslu í allt að 525 klukkustundir og útlendingar í Noregi fái 850 klukkustundir.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira