Innlent

Fótbrotnaði illa í handbolta

Harðdrægur markmaður Vals í fimmta flokki í handbolta og sókndjarfur Stjörnumaður skullu harkalega saman á lokamínútu leiks í gærkvöld með þeim afleiðingum að hinn þrettán ára gamli markvörður fótbrotnaði illa rétt fyrir ofan ökla. Stjörnumaðurinn tognaði á hné. Þjálfari Valsstrákanna, Sigurður Þ. Sigurþórsson, segir að um algert óhapp hafi verið að ræða, markmaðurinn hafi varið skot og elt boltann í frákastinu þegar sóknarmaður Stjörnunnar varpaði sér á móti í þeim tilgangi að slá boltann í netið. Leiknum var hætt þá þegar og er ljóst að leik hins unga en vaska Valsara, sem hafði sýnt góða takta í markinu, er sjálfhætt í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×