Fækka slysum um 80-90% 29. nóvember 2004 00:01 Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira