Stjórnarsamstarfið traust 15. júlí 2004 00:01 Fundi formanna stjórnarflokkanna lauk nú fyrir stundu í stjórnarráðinu. Ráðherrarnir veittu stutt viðtöl en vildu ekki meina að neinn ágreiningur væri uppi sem ekki væri hægt að leysa. Engin niðurstaða virðist þó liggja fyrir og málið enn óleyst. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins vildi ekkert gefa upp um niðurstöðu fundarins, sagði aðeins að stjórnarsamstarfið stæði traustum fótum. Halldór Ásgrímsson sagði að hann og Davíð hefðu farið yfir fjölmiðlámálið og stöðu þess. Það væri hins vegar ekki þess eðlis að ríkisstjórnin springi á því. Ekki er líklegt að Halldór og Davíð hittist aftur fyrr en eftir helgi en það er þó óráðið. Þeir útilokuðu ekki neitt, hvorki að gerðar yrðu breytingar á frumvarpinu eða að það yrði dregið til baka með öllu. Eins og fram kom í fréttum Bylgjunnar í hádeginu vill forysta Framsóknarflokksins að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins hafa hist á fundi undanfarna daga og rætt málið og áhrif þess innan flokksins. Litið er á stöðuna nú sem prófraun á Halldór í formannsembætti flokksins en þetta er alvarlegasti ágreiningurinn sem komið hefur upp í stjórnarsamstarfinu. Fundi í allsherjarnefnd Alþingis var slitið um hádegisbil og verður ekki framhaldið fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarmeirihlutinn geti ekki komið sér saman í málinu og að ríkisstjórnin sé að springa. Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar hafnar því að beðið sé eftir skipunum frá formönnum stjórnarflokkanna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Fundi formanna stjórnarflokkanna lauk nú fyrir stundu í stjórnarráðinu. Ráðherrarnir veittu stutt viðtöl en vildu ekki meina að neinn ágreiningur væri uppi sem ekki væri hægt að leysa. Engin niðurstaða virðist þó liggja fyrir og málið enn óleyst. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins vildi ekkert gefa upp um niðurstöðu fundarins, sagði aðeins að stjórnarsamstarfið stæði traustum fótum. Halldór Ásgrímsson sagði að hann og Davíð hefðu farið yfir fjölmiðlámálið og stöðu þess. Það væri hins vegar ekki þess eðlis að ríkisstjórnin springi á því. Ekki er líklegt að Halldór og Davíð hittist aftur fyrr en eftir helgi en það er þó óráðið. Þeir útilokuðu ekki neitt, hvorki að gerðar yrðu breytingar á frumvarpinu eða að það yrði dregið til baka með öllu. Eins og fram kom í fréttum Bylgjunnar í hádeginu vill forysta Framsóknarflokksins að fjölmiðlafrumvarpið verði dregið til baka. Líklegast er að óskað verði eftir að nýtt frumvarp verði lagt fram sem felli fjölmiðlalögin úr gildi, en að öðrum kosti verði þjóðaratkvæðagreiðsla. Áhrifamiklir menn innan Framsóknarflokksins hafa hist á fundi undanfarna daga og rætt málið og áhrif þess innan flokksins. Litið er á stöðuna nú sem prófraun á Halldór í formannsembætti flokksins en þetta er alvarlegasti ágreiningurinn sem komið hefur upp í stjórnarsamstarfinu. Fundi í allsherjarnefnd Alþingis var slitið um hádegisbil og verður ekki framhaldið fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarmeirihlutinn geti ekki komið sér saman í málinu og að ríkisstjórnin sé að springa. Bjarni Benediktsson formaður allsherjarnefndar hafnar því að beðið sé eftir skipunum frá formönnum stjórnarflokkanna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira