Innlent

Tillaga um mislæg gatnamót

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins flytja sameiginlega tillögu um mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á fundi borgarstjórnar sem nú er nýhafinn. Í síðustu viku fluttu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu í samgöngunefnd um hönnun mislægra gatnamóta og var sú tillaga felld af R-listanum. Í greinargerð frá flokkunum segir að sú tíu ára töf sem orðið hefur á hönnunar- og skipulagsvinnu borgaryfirvalda vegna gatnamótanna sé stórlega ámælisverð og nauðsynlegt sé að um þau myndist samstaða í borgarstjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×