Innlent

Landlæknir átelur ummæli í útvarpi

Þar kom fram að tveir viðmælendur þáttastjórnandans, annar sálfræðingur, vöruðu foreldra þessa lands eindregið við notkun bólusetninga til barna þeirra og báru við að bólusetningar gætu verið hættulegar, hefðu slæm áhrif á ónæmiskerfi og gætu stuðlað að eyrnabólgum. Í ljósi heilsufars barna á þessu landi er mikilvægt að réttar upplýsingar um árangur barnabólusetninga séu ítrekaðar enn einu sinni, segir landlæknir. Hann bendir á að ein af megin ástæðunum fyrir auknu langlífi Íslendinga á liðinni öld sé sú að ungbarnadauði minnkaði verulega og þar réði mjög miklu að alvarlegir barnasjúkdómar á borð við barnaveiki og mislinga voru kveðnir í kútinn með bólusetningum. Eins og flestir viti sé bólusetning ónæmisaðgerð til að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm, svo sem barnaveiki, stífkrampa, kíghósta, mænusótt, mislinga, hettusótt, rauða hunda og loks sé bólusett gegn tveimur bakteríum er valda bakteríu-heilahimnubólgu í börnum og ungu fólki. "Því er ástæða til þess að andmæla þeim sjónarmiðum er fram komu í nefndum útvarpsþætti sem ósönnuðum og röngum," segir landlæknir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×