Allt gjafasæði keypt frá Danmörku 17. desember 2004 00:01 Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbaka, að sögn Þórðar Óskarssonar læknis á tæknifrjóvgunardeild Art Medica í Kópavogi. Umræða hefur verið í gangi um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðunar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. "Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka," sagði Þórður. "Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda." Spurður um verð á einingu sæðis, kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bilinu 12 - 14.000 krónur. Veriðið gæti þó verið meira ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að vel væri hægt, tæknilega séð að karlmönnum hér og frjóvga egg konu með því. "Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari, um að það kjósi íslenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrðum við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrðum að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbankanum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil." Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4 - 5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri þeirri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér á landi er keypt inn frá dönskum sæðisbaka, að sögn Þórðar Óskarssonar læknis á tæknifrjóvgunardeild Art Medica í Kópavogi. Umræða hefur verið í gangi um tæknifrjóvgun í kjölfar ákvörðunar forráðamanna Art Medica um að greiða hérlendum konum fyrir egg til frjóvgunar. Hvað varðar öflun sæðis er það með öðrum hætti. "Við kaupum inn allt gjafasæði frá þessum danska banka," sagði Þórður. "Við þekkjum hvernig hann vinnur og treystum sýnum hans. Það er mjög hagkvæmt að gera þetta með þessum hætti, auk þess sem enginn sæðisbanki er til hér á landi, þar sem sæðið gæti verið tilbúið þegar á þyrfti að halda." Spurður um verð á einingu sæðis, kominni hingað til lands sagði Þórður að skammturinn væri á bilinu 12 - 14.000 krónur. Veriðið gæti þó verið meira ef um magnafslátt væri að ræða. Þá ætti eftir að falla til kostnaður við meðferðina sjálfa, það er að koma sæðisfrumunum fyrir, fylgjast með egglosi og fleira. Þórður sagði að vel væri hægt, tæknilega séð að karlmönnum hér og frjóvga egg konu með því. "Þá verður að koma beiðni frá viðkomandi pari, um að það kjósi íslenskan gjafa. Ef til vill myndu þau vilja einhvern ákveðinn gjafa, sem er alveg heimilt. En þá yrðum við að tala við hann og rannsaka hann. Hann yrði að undirgangast prufur og skila inn sýni, sem við yrðum að geyma í hálft ár. Að því liðnu yrðum við að endurtaka allar rannsóknir á honum aftur. Við yrðum að vinna eftir nákvæmlega sömu reglum og gilda í sæðisbankanum sem við verslum við. Það myndi tefja meðferðina um hálft ár ef þessi leið væri farin, en vissulega er hún heimil." Þórður sagði að gera mætti ráð fyrir að til yrðu 4 - 5 börn á ári með gjafasæði. Það hlutfall í blöndun þjóðarinnar sem væri tilkomið með því væri því aðeins brotabrot af allri þeirri blöndun landsmanna við aðrar þjóðir.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira