Vildi hækka fjárveitinguna 1998 5. desember 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson lagði til við ríkisstjórnina fyrir sex árum að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð fjárveiting beint frá Alþingi og að hún yrði hækkuð úr sex milljónum í fimmtán milljónir. Sami stjórnarmeirihluti og var þá við völd afnam í gær alla fjárveitingu til Mannréttindaskrifstofunnar. Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk átta milljónir á fjárlögum þessa árs. Fjórar milljónir eru bókfærðar frá utanríkisráðuneytinu og fjórar frá dómsmálaráðuneytinu. Í fjárlögum næsta árs voru milljónirnar frá dómsmálaráðuneytinu teknar í burtu en áfram var gert ráð fyrir fjórum milljónum frá utanríkisráðuneytinu, allt fram á síðasta dag sem fjárlaganefnd var með frumvarpið til meðferðar. Þann dag var framlag utanríkisráðuneytisins til mannréttindaskrifstofunnar fjarlægt og fær hún ekkert á fjárlögum næsta árs. Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra ritaði minnisblað til ríkisstjórnarinnar á vordögum 1998. Þar gat eftirfarandi skoðun Halldórs að líta: „Þetta fyrirkomulag, þ.e. opinbert framlag frá dómsmálaráðuneytinu, er ekki í samræmi við það sem tíðkast víðast annars staðar. Mikilvægt er að undirstrika sjálfstæði skrifstofunnar og styrkja starfsemi hennar.“ Síðar í minnisblaðinu segir: „Ennfremur er lagt til nýtt fyrirkomulag varðandi opinberan fjárstuðning við rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands, þ.e. að hann greiðist ekki lengur af dómsmálaráðuneyti. heldur þiggi skrifstofan fjárveitingu beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins, þ.e. samtals kr. 15.000.000.“ Fréttastofa leitaði skýringa Halldórs á muninum á afstöðu hans fyrir sex árum og niðurstöðu fjárlaga nú í dag, en án árangurs. Hann sagði hins vegar á þingi í fyrradag að ekki lægi fyrir ákvörðun um að skerða framlög til þessa málaflokks. Á heimasíðu mannréttindaskrifstofunnar má sjá að hún hefur á þessu ári gagnrýnt harðlega tvö frumvörp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra; annað um málefni útlendinga og hitt um meðferð opinberra mála. Þá gagnrýndi mannréttindaskrifstofan einnig fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson lagði til við ríkisstjórnina fyrir sex árum að Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði tryggð fjárveiting beint frá Alþingi og að hún yrði hækkuð úr sex milljónum í fimmtán milljónir. Sami stjórnarmeirihluti og var þá við völd afnam í gær alla fjárveitingu til Mannréttindaskrifstofunnar. Mannréttindaskrifstofa Íslands fékk átta milljónir á fjárlögum þessa árs. Fjórar milljónir eru bókfærðar frá utanríkisráðuneytinu og fjórar frá dómsmálaráðuneytinu. Í fjárlögum næsta árs voru milljónirnar frá dómsmálaráðuneytinu teknar í burtu en áfram var gert ráð fyrir fjórum milljónum frá utanríkisráðuneytinu, allt fram á síðasta dag sem fjárlaganefnd var með frumvarpið til meðferðar. Þann dag var framlag utanríkisráðuneytisins til mannréttindaskrifstofunnar fjarlægt og fær hún ekkert á fjárlögum næsta árs. Halldór Ásgrímsson forsætisræðaherra ritaði minnisblað til ríkisstjórnarinnar á vordögum 1998. Þar gat eftirfarandi skoðun Halldórs að líta: „Þetta fyrirkomulag, þ.e. opinbert framlag frá dómsmálaráðuneytinu, er ekki í samræmi við það sem tíðkast víðast annars staðar. Mikilvægt er að undirstrika sjálfstæði skrifstofunnar og styrkja starfsemi hennar.“ Síðar í minnisblaðinu segir: „Ennfremur er lagt til nýtt fyrirkomulag varðandi opinberan fjárstuðning við rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands, þ.e. að hann greiðist ekki lengur af dómsmálaráðuneyti. heldur þiggi skrifstofan fjárveitingu beint frá Alþingi í stað handhafa framkvæmdavaldsins, þ.e. samtals kr. 15.000.000.“ Fréttastofa leitaði skýringa Halldórs á muninum á afstöðu hans fyrir sex árum og niðurstöðu fjárlaga nú í dag, en án árangurs. Hann sagði hins vegar á þingi í fyrradag að ekki lægi fyrir ákvörðun um að skerða framlög til þessa málaflokks. Á heimasíðu mannréttindaskrifstofunnar má sjá að hún hefur á þessu ári gagnrýnt harðlega tvö frumvörp Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra; annað um málefni útlendinga og hitt um meðferð opinberra mála. Þá gagnrýndi mannréttindaskrifstofan einnig fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels