Hækkun leikskólagjalda mótmælt 6. nóvember 2004 00:01 Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands ætlar að beita sér fyrir því að tillaga R-listans um að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði ekki samþykkt í borgarráði. Leikskólaráð hefur þegar samþykkt breytinguna en borgarráð frestaði afgreiðslu tillögunnar í borgarráði á fimmtudaginn. Ef breytingin verður samþykkt mun fólk í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi þurfa að borga allt að 42 prósentum hærra leikskólagjald fyrir níu stunda vistun fyrir eitt barn. Samkvæmt núverandi gjaldskrá borgar það 22.200 krónur en gjaldið mun hækka í 31.330 krónur. Jarþrúður Ásmundsdóttir, formaður stúdentaráðs, segir að rökin fyrir breytingunni, þ.e. að tekjutenging námslána hafi verið afnumin og því hafi hagur námsmanna vænkast, sé vanhugsuð. Árangur stúdenta í að fá samþykkt afnám tekjutengingarinnar eigi ekki að bitna á þeim með þessum hætti. Hún segist hafa fengið sterk viðbrögð frá stúdentum vegna málsins. "Fjöldi fólks hefur haft samband við okkur út af þessu og er það mjög ósátt," segir Jarþrúður. "Við könnuðum málið og skoðuðum meðal annars gjaldskrár leikskólanna hjá nágrannasveitarfélögunum. Þá sáum við að Reykjavík er með hæstu gjaldskrána og er að gera mun verr við stúdenta með börn en til dæmis Kópavogur. Það er alveg ljóst að ef borgaryfirvöld samþykkja þessa tillögu þá mun fólk í auknum mæli flytja frá Reykjavík. Það er líka mjög líklegt að fólk muni einfaldlega skrá sig úr sambúð. Í þessari tillögu kristallast því ekki sú öfluga fjölskyldustefna sem R-listinn hefur gefið sig út fyrir að vera með - þvert á móti." Jarþrúður segir að á næstu dögum munu forsvarsmenn stúdentaráðs óska eftir fundi með borgarfulltrúum til að fara yfir málið. "Ég trúi ekki öðru en að borgaryfirvöld vilji laða að sér menntafólk. Það hlýtur að vera mjög eftirsóttur hópur og því skil ég ekki þessa stefnu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira