Lífið

„Þetta er ekki upp­gjör á mínu upp­eldi“

Rapparinn og pródúsentinn Ízleifur gefur út sína þriðju plötu, 100&Einn, undir mánaðarlok. Platan er hans lengsta til þessa, innblásin af uppeldishverfinu 101 og tekst Ízleifur á við ýmsar erfiðar tilfinningar á henni.

Tónlist

Trölli stelur jólunum í Borgar­leik­húsinu

Borgarleikhúsið hefur tryggt sér sýningarrétt á söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, sem byggir á sígildu ævintýri Dr. Seuss. Söngleikurinn verður frumsýndur á stóra sviðinu í nóvember, Valur Freyr Einarsson leikstýrir honum og verður hulunni svipt af leikhópnum á næstunni.

Menning

Svona sjá Pétur og Heiða leikskóla­vandann

Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins.

Lífið

Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni

Logi Geirsson, handboltasérfræðingur í Stofunni, birti á Instagram í gærkvöldi nokkuð skondinn kröfulista fyrir útsendingar Ríkisútvarpsins á EM í handbolta í janúar. Logi bað þar meðal annars um persónulegan aðstoðarmann, einkabílastæði og suðræna tónlist. Logi segir að um „létt grín“ hafi verið að ræða en hefur samt eytt myndinni.

Lífið

Rosalia komin með skvísu upp á arminn

Spænska súperstjarnan Rosalia virðist hafa fundið ástina í faðmi frönsku fyrirsætunnar Loli Bahia. Skvísurnar sáust haldast í hendur í rómantískri göngu um Parísarborg á mánudaginn.

Lífið

Ein heitasta stjarna í heimi

Dansarinn, tónlistarkonan, leikkonan, listakonan og ofurbomban Teyana Taylor er að sigra heiminn um þessar mundir. Ásamt því að slátra rauða dreglinum á hverjum einasta viðburði hlaut hún sín fyrstu Golden Globe verðlaun á sunnudag fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni One Battle After Another.

Tíska og hönnun

Inga Tinna selur höllina í Borgar­túni

Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri og eigandi Dineout hefur sett þakíbúð sína í Borgartúni í Reykjavík, sem meðal annars hefur verið umfjöllunarefni í sjónvarpi, á sölu. Uppsett verð er 385 milljónir króna.

Lífið

Sjóð­heit trend sem taka yfir á nýju ári

Þær eru margvíslegar og síbreytilegar tískubylgjurnar sem koma í kjölfar nýrra árstíða og tímabila og sumir fussa hreinlega og sveia yfir einhverju sem gæti talist trend. Þó endurspegla trendin gjarnan tíðarandann og í sumum tilfellum því að tilheyra eða upplifa sameiningarkraft. 

Lífið

Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni

„Þó svo að þetta sé „absúrd“ leikhús, og við förum svolítið langt með karakterana og aðstæðurnar, þá held ég að áhorfendur muni geta speglað sig í þessum persónum eða séð fólk sem það þekkir í þeim. En fyrst og fremst vona ég að fólk skemmti sér. Það er mikill kraftur fólginn í því að fá fólk til að hlæja, og sérstaklega að sjálfu sér,“ segir Þór Túliníus leikari og rithöfundur.

Lífið

Skóli við rætur Vatna­jökuls

Svanhvít Jóhannsdóttir og Íris Ragnarsdóttir Pedersen, ásamt fleirum, stofnuðu fjallaskóla í Öræfum undir Vatnajökli. Þar gefst nemendum kostur á að læra leiðsögn og margt fleira spennandi sem allt tengist því að starfa úti í náttúru landsins. Ísland í dag kíkti á þær Svanhvíti og Írisi við Svínafellsjökul þar sem þær sögðu frá öllu um námið og fleira.

Lífið

Faðir Dilberts allur

Scott Adams, umdeildur skapari myndasagnapersónunnar Dilberts, er látinn, 68 ára aldri. Hann hafði glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og biðlaði til Bandaríkjaforseta að reyna að bjarga lífi hans.

Lífið

Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum

Athafnakonan, fyrirsætan og ofuráhrifavaldurinn Hailey Bieber er komin með vængi. Ástæðan er sú að hún situr fyrir í nýjustu auglýsingaherferð nærfatarisans Victoria's Secret en fyrirsætur þeirra eru gjarnan kallaðar englar. 

Tíska og hönnun

Tvö ár af ást hjá Charlie og Lauf­eyju

Laufey Lín súperstjarna mætti með sinn heittelskaða Charlie Christie á Golden Globe hátíðina í fyrradag. Hjúin, sem hafa nú verið saman í tvö ár, virtust ástfangin upp fyrir haus saman á rauða dreglinum og nutu sín í botn á þessu einstaka stefnumóti.

Lífið

Diddy selur svörtu einkaþotuna

Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefur selt mattsvarta Gulfstream G550-einkaþotu sína. Þotan var framleidd árið 2015 og hefur verið í leiguflugi á meðan Combs hefur setið í fangelsi.

Lífið

Skilur meðvirkni eftir í for­tíðinni

„Satt best að segja finnst mér hvert ár bara alltaf verða betra og betra,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN, en hún fagnaði þrítugsafmæli um helgina en ætlar að fagna áfanganum betur þegar hún klárar meðgönguna. Sömuleiðis var hún að gefa út plötu og heldur sér alltaf á tánum.

Tónlist

Ragn­heiður fékk heila­blóð­fall á Spáni

Leikkonan Ragnheiður Steindórsdóttir fékk heilablóðfall á Spáni milli jóla og nýárs og hefur legið á spítala í Málaga síðan. Hún kemur heim til Íslands í læknisfylgd í dag og hefur í kjölfarið endurhæfingu.

Lífið

„Hvaða rugl er þetta?“

Vefþættirnir Bítið í bílnum hafa svo sannarlega slegið í gegn en í þeim fara þáttarstjórnendur Bítisins, þau Heimir, Lilja og Ómar, á rúntinn með leynigesti. Leynigesturinn er með poka yfir hausnum og syngur karókílag að eigin vali.

Lífið

„Besti tími lífs míns hingað til“

„Ef maður hóar góðu fólki saman með nóg af góðum mat og góðum drykkjum þá getur þetta ekki klikkað,“ segir hinn nýlega gifti Davíð Þorláksson. Hann og ástin hans Daniel Barrios Castilla giftu sig síðastliðið sumar á Akureyri og fögnuðu því svo með stæl í borginni Medellín í Kólumbíu.

Lífið

„Eins nakin og ég kemst upp með“

„Eftirminnilegasta flík sem ég hef verið í er Nings peysa sem ég fékk þegar ég var starfsmaður þar. Hún var bara ekkert smá flott með svona merki á bakinu og í extra small,“ segir rísandi stjarnan og steypustöðvarstarfsmaðurinn Unnur Borg Ólafsdóttir sem hefur vakið athygli fyrir einstök tískumyndbönd á samfélagsmiðlum.

Tíska og hönnun