Erlent

Bandarísk stjórnvöld fordæma sprengjutilræði á Indlandi

Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í gær sprengjutilræði sem varð fjörutíu manns að bana í borginni Hyderabad á Indlandi á laugardag. Tvær sprengjur sprungu með skömmu millibili á veitingastað og í skemmtigarði. Lögreglan á Indlandi segir að fleiri sprengjur hafi fundist áður en þær sprungu. Talið er að islamskir öfgahópar frá Pakistan og Bangladesh standi að baki tilræðunum.

Erlent

Leit haldið áfram að námumönnum

Yfirvöld í Utah segja að leit að námumönnum sem festust í Crandalls gljúfurs námunni fyrir þremur vikum verði haldið áfram. Tilraunir til að finna þá hafa verið árangurslausar hingað til. Í dag ætla þeir að láta sérstaka myndavél síga niður í námuna til að finna mennina.

Erlent

Camilla verður ekki viðstödd minningarathöfn um Díönu prinsessu

Camilla Parker Bowles, eiginkona Karls Bretaprins, sagði í gær að hún myndi ekki vera viðstödd athöfn þar sem þess verður minnst að tíu ár eru liðin frá því að Díana prinsessa af Wales lést. Camilla gaf þá skýringu að hún vildi ekki skyggja á minningu Díönu prinsessu með nærveru sinni.

Erlent

Verðlaunafé heitið þeim sem upplýsir um brennuvarga

Verðlaunafé að jafnvirði allt að 90 milljóna íslenskra króna er heitið þeim sem geta gefið upplýsingar sem leiði til handtöku þeirra sem bera ábyrgð á skógareldum í Grikklandi. Eldarnir hafa orðið að minnsta kosti 60 manns að bana. Þegar hafa fjölmargir verið handteknir.

Erlent

Umhvefisvænt batterí

Rafhlaða knúin sykri. Japanska fyrirtækið Sony hefur þróað umhverfisvænt batterí sem knúið er sykri og myndar nógu mikla orku til að knýja spilara og tvo hátalara.

Erlent

Sýndarbrúðkaup

Par lætur gefa sig saman í gegnum tölvu. Brátt mun fyrsta sýndarbrúðkaupið eiga sér stað í Los Angeles. Par sem er miklir aðdáendur tölvuleiksins EverQuest II ætlar að láta gefa sig saman bæði í raunveruleikanum og í sýndarveruleika.

Erlent

Met í brjóstagjöf

Víetnamar settu í dag heimsmet í brjóstagjöf þegar rúmlega tólfhundruð mæður komu saman í þremur borgum og gáfu börnum sínum brjóst samtímis. Með þessu vildu mæðurnar leggja áherslu á mikilvægi brjóstagjafar fyrir hvítvoðunga.

Erlent

Fargað vegna fuglaflensu

Fuglaflensa af hinum hættulega H5N1 stofni hefur greinst í fuglum á fuglabúi í suðurhluta Þýskalands. 400 fuglar drápust úr flensunni þar á skömmum tíma. Öðrum fuglum þar verður nú fargað - öllum 160 þúsund. Ekki er vitað með vissu hvernig sjúkdómurinn barst í fuglana á búinu.

Erlent

Hákon styður systur sína

Hákon krónprins Noregs styður englaskóla Mörtu Lovísu systur sinnar þar sem hún ætlar að kenna fólki að tala við engla og dýr. Þetta sagði prinsinn við blaðamenn þar sem hann og Mette Marit kona hans afhentu góðgerðarsamtökum jafnvirði nærri 6 milljóna króna úr sjóði sínum sem notaðar verða til að hjálpa munaðarlausum börnum í Rússlandi.

Erlent

Berst fyrir því að dóttir sín fái meðferð

Faðir 6 ára palestínskrar stúlku, sem lamaðist í loftárás Ísraela fyrir rúmu ári, berst fyrir því að hún fái áfram meðferð á sjúkrahúsi í Jerúsalem. Ísraelar vilja ekki leyfa það þeir vilja senda hana í meðferð á Vesturbakkanum þar sem vantar tæki sem halda henni á lífi.

Erlent

Enn loga eldar í Grikklandi

Hvítri ösku rignir yfir íbúa Aþenu, höfuðborgar Grikklands, en skógareldar þar í landi hafa teygt sig að jaðri borgarinnar. Enn logar víða á Pelops-skaga og slökkvistarf gengur hægt. 56 hið minsta hafa týnt lífi í eldunum og menningarsöguleg verðmæti Grikkja í hættu.

Erlent

Mynd af morðingja og vitni gefur sig fram

Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrti hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Hettuklæddur unglingur hjóli skaut Rhys þar sem hann var að ganga heim af knattspyrnuæfingu á miðvikudagskvöldið. Enginn hefur formlega verið kærður fyrir morðið.

Erlent

Morðingjar Rhys Jones náðust á mynd

Lögreglan í Liverpool segist hafa upptökur úr öryggismyndavélum af þeim sem myrtu hinn 11 ára gamla Rhys Jones. Þetta var upplýst eftir að sjö ungmenni voru handtekin í gær. Kona sem lögreglan telur að geti verið lykilvitni í málinu hefur gefið sig fram við lögreglu.

Erlent

Skýstrókur vekur athygli í Bogota

Hundruð þúsunda eru án rafmagns eftir flóð og hvifrilbyli í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Á sama tíma festu íbúar í Bogota í Kólubmíu mikinn skýstrók á filmu en þeir sjást nær aldrei þar í borg.

Erlent

Vann 20 milljarða í lottói

Það var einn heppinn íbúi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum sem vann jafnvirði rúmlega tuttugu milljarða íslenskra króna í bandaríska ofurlottóinu í gær. Potturinn var orðinn svona stór því enginn hafi hreppt fyrsta vinning síðan í lok júní. Hægt er að kaupa miða í tuttugu og níu ríkjum Bandaríkjanna.

Erlent

Fjörutíu og tveir fórust í sprengingu á Indlandi

Lögreglan á Indlandi leitar vísbendinga um hver hafi komið fyrir tveimur sprengjum sem urðu minnst fjörutíu og tveimur að bana í borginni Híderabad í suðurhluta landsins í gær. Nærri fimmtíu særðust í ársinni. Sprengjurnar sprungu með stuttu millibili nærri vinsælum veitingastað þar sem fjölmargir sátu utandyra og snæddu.

Erlent

Opnaði iPhone

Sautján ára unglingsstrák hefur tekist að aflæsa iPhone, nýjustu tæki Apple tölvurisans. Tækið kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en seinna á þessu ári en nú geta tækniþyrstir utan Bandaríkjanna tekið forskot á sæluna.

Erlent

Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki

Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum.

Erlent

Hestaflensa í Ástralíu

Hestaflensa hefur skotið sér niður í nágrenni við veðhlaupahesta í Ástralíu. Veikin er bráðsmitandi og ógnar íþrótt sem skilar Áströlum milljörðum í kassann.

Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Grikklandi

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna skógarelda sem loga þar á nærri tvö hundruð stöðum. Vel á fimmta tug manns hafa farist í þeim og óttast að margfallt fleiri hafi týnt lífi. Yfirvöld segja að kveikt hafi verið í á sumum stöðum og einn maður handtekinn.

Erlent

Stunginn vegna bragðvondrar pylsu

Deilur um franska pylsu enduðu með því að maður var stunginn í brjóstið á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í nótt. Árásarmaðurinn á langa afbrotasögu að baki.

Erlent

Varð alelda og skall til jarðar

Minnst 11 slösuðust og tveggja er saknað eftir að eldur kviknaði í loftbelg og hann hrapaði á tjaldsvæði nærri Vancouver í Kanada í gærkvöldi. Loftbelgurinn varð nær alelda þegar hann var nýlega kominn á loft og í tæplega 8 metra hæð frá jörðu.

Erlent

Aftur kosið í Síerra Leóne

Önnur umferð forsetakosninga verður haldin í Afríkuríkinu Síerra Leóne eftir hálfan mánuð. Kjörstjórn landsins tilkynnti í morgun að einginn frambjóðenda hefði fengið hreinan meirhluta í fyrri umferð.

Erlent

Kastró sagður allur

Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn samkvæmt sænska héraðsfréttablaðinu Norra Skåne. Blaðið birti þessa frétt í gær og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andláti Kastrós í morgun og aðrar fréttir hermdu í gær að byltingarleiðtoginn aldni væri við góða heilsu.

Erlent

Neitar að hafa orðið Madeleine að bana

Gerry McCann, faðir Madeleine McCann, svaraði í gær ásökunum portúgalsks dagblaðs sem hefur sakað foreldrana um að myrða Madeleine með því að byrla henni lyf. Hann segir fullyrðingarnar vera rógburð.

Erlent

Dyraverðir særðust í Liverpool

Tveir dyraverðir særðust í skotárás fyrir utan veitingastað á Penny Lane í Liverpool á Englandi í gærkvöldi. Fyrr í vikunni var ellefu ára piltur skotinn á bílastæði við knæpu í borginni. Strákurinn lést af sárum sínum og þrír unglingar hafa verið handteknir vegna málsins.

Erlent

Bretar mega flytja út nautakjöt á ný

Útflutningsbanni Evrópusambandsins á lifandi búfénað, kjöt og mjólkurafurðir frá Bretlandi hefur verið aflétt. Bannið var sett á þegar gin- og klaufaveiki greindist á tveimur nautgripabúum í Surrey á Englandi fyrr í mánuðinum.

Erlent