Enski boltinn

Þetta eru krakkarnir hans Klopp

Enski deildabikarinn sem Liverpool vann á sunnudaginn verður líklega alltaf minnst fyrir krakkana í Liverpool liðinu sem enduðu leikinn í forföllum allra lykilmannanna sem eru meiddir.

Enski boltinn

Segist aldrei hafa unnið jafn ein­stakan titil

Jürgen Klopp hefur staðið uppi sem Englands-, Þýskalands- og Evrópumeistari á ferli sínum sem knattspyrnuþjálfari en sigur Liverpool á Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins ber höfuð og herðar yfir hina samkvæmt viðtali Þjóðverjans að leik loknum.

Enski boltinn

„Þurfa að finna sárs­aukann“

„Við sköpuðum fjögur til sex frábær færi en tókst ekki að skora,“ sagði heldur súr Mauricio Pochettino eftir 0-1 tap sinna manna í Chelsea gegn Liverpool í úrslitum enska deildarbikarsins í dag. Chelsea kom boltanum vissulega einu sinni í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Enski boltinn

„Klikkuðum á grunn­at­riðinum“

„Við vorum ekki líkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik. Við vorum mikið betri í seinni hálfleik þangað til þriðja markið sló okkur niður,“ sagði Eddie Howe eftir 4-1 tap sinna manna í Newcastle United gegn Arsenal á Emirates-vellinum í Lundúnum í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Ten Hag sagði ein mis­tök hafa kostað Man Utd leikinn

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, sagði ein mistök hafa kostað sína menn leikinn gegn Fulham í dag er liðin mættust á Old Trafford. Gestirnir skoruðu sigurmarkið þegar lítið var eftir af annars löngum uppbótartíma en fyrir leik dagsins hafði Man Utd verið á fínu skriði í deildinni.

Enski boltinn

Lán­laust Man United mátti þola tap á heima­velli

Manchester United hafði unnið fimm leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni en var hvorki fugl né fiskur er liðið tapaði 1-2 fyrir Fulham á Old Trafford í dag. Líkt og áður á leiktíðinni er Man Utd án fjölda leikmanna en það afsakar ekki hörmulega frammistöðu liðsins í dag.

Enski boltinn