Lífið

Hefur keypt fast­eignir fyrir rúman milljarð ís­lenskra króna á árinu

Knattspyrnukappinn Albert Guðmundsson hefur fjárfest í fasteignum í gegnum félag sitt Albert ehf. fyrir 1,152 milljarð íslenskra króna undanfarna mánuði, bæði á Íslandi og erlendis. Það má líkja fasteignaviðskiptum Alberts við vel útfært Monopolí þar sem hann hefur keypt íbúðir í mörgum af nýjustu fjölbýlishúsum miðborgarinnar. 

Lífið

Minntist bróður síns fyrir fullum sal

Gylfa Ægissonar var minnst á tónleikum á Hrafnistu í Hafnarfirði í dag. Hátíðarsalur heimilisins var troðfullur þegar bróðir Gylfa söng bestu perlur hans ásamt hljómsveit.

Lífið

Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu

Fjölmiðlamaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, og Jóhanna Katrín Guðnadóttir hárgreiðslukona eru farin í sundur eftir tuttugu og fjögurra ár samband. Mbl.is greindi fyrst frá.

Lífið

Stella og Davíð sjóð­heitt nýtt par

Listræni stjórnandinn, framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz og Davíð Örn Hákonarson, stjörnukokkur og meðeigandi veitingastaðarins Skreið, eru sjóðheitt nýtt par og ástfangin upp fyrir haus. 

Lífið

Elín tendrar eldana fyrir Lauf­eyju

Elín Hall mun hita upp fyrir Laufeyju á tvennum tónleikum hennar í Kórnum í Kópavogi 14. og 15. mars. Uppselt er á fyrri tónleikana en enn mögulegt að fá miða í dýrari plássum á síðari tónleikana.

Lífið

Heitasta handatískan í dag

Tískubylgjur koma fram á ýmsum sviðum og eru neglur og hendur þar engin undantekning. Ljósmyndari í New York fylgist grant með þessu á hverjum degi og myndaði á dögunum hendurnar á aðal tískusérfræðingunum á tískuvikunni í stórborginni.

Tíska og hönnun

Mun aldrei gleyma augna­ráði bíl­stjórans

„Ég dýrka þegar fólk er heiðarlegt við mig. Þá líður mér eins og þeim líði vel í kringum mig og treysti mér,“ segir Linda Amina Shamsudin, hárgreiðslunemi og keppandi í Ungfrú Ísland Teen.

Lífið

Unnur Birna verður Elma

Leikkonan og rísandi stjarnan Unnur Birna Bachman fer með hlutverk Elmu í samnefndri þáttaröð sem er væntanleg næsta vetur. Serían er byggð á glæpasögunni Marrið í stiganum eftir Evu Björg Ægisdóttur.

Lífið

Claudia Cardinale er látin

Ítalska stórleikkonan Claudia Cardinale, sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, er látin, 87 ára að aldri.

Lífið

TikTok besta leitar­vélin í ferðinni til Suður-Kóreu

„Tískan í Seoul var svo sturluð, ég rankaði oft við mér stara á fólk því þau voru öll svo sjúklega töff,“ segir hin 26 ára gamla athafnakona Sofia Elsie Nielsen sem var að koma heim úr ógleymanlegri vinnuferð til Suður-Kóreu. Hún segir Seoul orðna sína eftirlætis borg og fékk endalausar hugmyndir að skemmtilegum hlutum til að gera í gegnum TikTok.

Ferðalög

O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama

O (Hringur), með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki, var að hljóta aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama. Í úrskurði dómnefndar segir að myndin hafi heillað strax frá upphafi og að myndin afhjúpi flókinn veruleika fíknar. Rúnar Rúnarssonar er leikstjóri myndarinnar og framleiðandi er Heather Millard.

Lífið

Baywatch aftur á skjáinn

Bandaríska sjónvarpsstöðin Fox hyggst framleiða glænýja seríu af Baywatch þáttunum sem gerðu allt vitlaust á tíunda áratugnum og voru langvinsælustu þættir í heimi. Fox hyggst framleiða tólf glænýja þætti með glænýju fólki.

Bíó og sjónvarp

Joy Orbison treður upp í Austur­bæjar­bíói

Breski raftónlistarmaðurinn Peter O'Grady, betur þekktur sem Joy Orbison, spilar í Austurbæjarbíói næstkomandi föstudag. Íslensku danstónlistarmennirnir Agzilla, Young Nazareth og Digital Ísland sjá um að hita upp.

Tónlist

Samdi lag um ást sína á RIFF

Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo.

Tónlist

Fyrsta Ung­frú Græn­land í rúm þrjá­tíu ár

Hin 21 árs gamla Vicky Rebella Riis var krýnd Ungfrú Grænland 2025 þann 14. september síðastliðinn í Sirkussalnum í Kaupmannahöfn. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1992 sem fulltrúi Grænlands er krýndur í fegurðarsamkeppni á alþjóðavettvangi.

Lífið

Kynfræðingur, rektor og lista­kona styrktu tengslin

Um tvöhundruð konur úr ólíkum áttum samfélagsins komu saman í Sykursalnum síðastliðinn fimmtudag þegar Auðnast hélt kvennaboð undir yfirskriftinni „Hvernig hugar þú að þínu sálræna öryggi?“ Markmiðið var að virkja sameiningarkraft kvenna, styrkja tengsl og kitla hláturtaugarnar.

Lífið

FM Belfast bætir við auka­tón­leikum

FM Belfast mun bæta við aukatónleikum í Austurbæjarbíói þann 17. október eftir að tónleikar þeirra 18. október seldust upp á örskammri stundu og færri komust að en vildu.

Lífið

Ís­lenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar

Fatahönnuðurinn og listakonan Sól Hansdóttir er stödd á tískuviku í London þar sem hún sýndi nýjustu línuna sína við góðar viðtökur. Vogue blaðakonan Mosha Lundström Halbert lét sig ekki vanta og dró fyrrum forsetafrúna og tískudrottninguna Dorrit Moussaieff með sér á sýninguna.

Tíska og hönnun

Sögu­leg rappveisla í Laugar­dalnum

Það hefur vart farið fram hjá fólki að rapparinn Birnir stóð fyrir stórtónleikum í Laugardalshöll síðastliðinn laugardag. Það var uppselt á viðburðinn og flest allar heitustu stjörnur landsins tróðu þar upp. 

Tónlist