Lífið

Krakkatían: Barbie, for­seti og flug­stöð

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Charli xcx gifti sig

Raftónlistarkonan fræga Charlie xcx giftist ástmanni sínum til þriggja ára í dag. Sá heppni heitir George Daniel og spilar á trommur í rokkhljómsveitinni 1975.

Lífið

Ó­skandi að það væru fleiri börn með Downs á Ís­landi

„Ég trúi því að það séu ekki neinar tilviljanir í þessu lífi, og það er ástæða fyrir því að þessa unga dama er hérna hjá okkur en ekki einhvers staðar annars staðar. Hún valdi það sjálf,“ segir Hákon Örn Hafþórsson, faðir hinnar níu mánaða gömlu Ídu Máneyjar. Hún er yngsti einstaklingurinn með Downs heilkenni hér á landi.

Lífið

Grát­bað um að fá að deyja en fagnar nú öllum fram­förum

„Ég grátbað þá á gjörgæslunni að vekja mig ekki, og bjarga mér ekki. Ég sagði: Getið þið plís gert mér þann greiða að aftengja þessi tæki og leyfa mér að fara. Ég var það kvalinn og áhyggjufullur að nú yrði ég byrði á mig og mína og það yrði ekkert líf framundan. Ég hélt þetta að væri bara búið,“ segir Magnús Sigurjón Guðmundsson mótorhjólakappi. 

Lífið

Stjórn fyrir­tækisins hefur form­lega rann­sókn

Astronomer, bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki í hringiðunni á einhverju umtalaðasta framhjáhaldshneyksli síðari ára, hefur hleypt af stað formlegri rannsókn á málinu. Andy Byron, giftur forstjórinn, var gripinn glóðvolgur á stóra skjánum á Coldplay-tónleikum í aðeins of innilegum faðmlögum með mannauðsstjóranum í vikunni.

Lífið

Braga­son leikur Zeldu prinsessu

Bo Bragason mun leika Zeldu prinsessu í kvikmynd sem byggð er af tölvuleikjaröð af sama nafni. Leikkonan er 21 árs og, eins og eftirnafn hennar gefur til kynna, Íslendingur.

Lífið

Næturskrunið eyði­leggi svefninn og ung­mennin van­svefta

Doktor í sálfræði segir aukningu í svefnvanda meðal ungs fólks hér á landi. Til að mynda nái minna en helmingur framhaldsskólanema ráðlögðum svefni. Skjánotkun spili þar inn í og sé vandamál hjá ungum sem öldnum. Tónlistarmaðurinn Mugison lýsir í leið gjörbreytingu á líðan sinni eftir að hann skildi símann eftir utan svefnherbergisins.

Lífið

Ó­trú­leg upp­lifun að vera í al­gjöru myrkri á tón­leikum

Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre.

Lífið

Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám

Bergur Vilhjálmsson er á síðasta degi tólf daga göngu frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kílóa kerru í eftirdragi til að vekja athygli á Píeta samtökunum. Hann hlakkar til að ljúka við áfangann en vonast til að umræðan haldi áfram þó hann hætti að ganga. 

Lífið

Sætar og seiðandi ein­hleypar sumarskvísur

Akkúrat núna eru óvenjumargar stórglæsilegar og sjarmerandi konur á lausu. Í tilefni þess hefur Lífið á Vísi, með dyggri aðstoð álitsgjafa sem telja sig hafa puttann á púlsinum, tekið saman lista yfir konur sem eru hver annarri glæsilegri og kunna að njóta lífsins til fulls.

Lífið

Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálma­sonar

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Lífið

Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað?

Teslu-eigandi hefur ítrekað lent í því að Teslan hans blakar öðrum hliðarspeglinum á nákvæmlega sama staðnum á Austurveginum á Selfossi. Aðrir Telsu-eigendur hafa lent í svipuðu á hinum ýmsu stöðum. En er þetta hönnunargalli, bilun eða stillingaratriði?

Lífið

Connie Francis er látin

Connie Francis, sem var ein vinsælasta söngkona Bandaríkjanna í upphafi sjöunda áratugarins, er látin, 87 ára að aldri. Francis átti óvænta endurkomu á vinsældarlistum fyrr á árinu þegar lagið „Pretty Little Baby“ sló í gegn á TikTok.

Lífið

Kjóstu flottasta garð ársins 2025!

Undanfarna viku hafa hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis sent inn tilnefningar um flottasta garð landsins 2025 en fresturinn rann út á miðnætti síðasta sunnudag. Dómnefnd Bylgjunnar, Vísis og Garðheima hefur staðið í ströngu undanfarna daga og skoðað fjölda fallegra mynda af litríkum og fallega skipulögðum görðum víða um land.

Lífið samstarf

„Maður þarf alltaf að hafa augun opin“

RAX hefur ósjaldan náð fréttamyndum þegar hann hefur verið á flugi og í sumum tilfellum var hann fyrir tilviljun á flugi þegar hann kom auga á fréttnæma atburði. Árið 1986 sá hann reyk við tjörnina í Reykjavík þegar hann kom fljúgandi frá Mýrum en reykurinn stafaði af eldi sem blossað hafði upp í Iðnó. RAX flaug yfir Iðnó og náði myndum af brunanum. Hann var einnig á flugi þremur árum fyrr þegar hann sá viðbúnað á Viðeyjarsundi en þá hafði sanddæluskipinu Sandey II hvolft.

Lífið

„Ég gat ekki haldið aftur tárunum“

„Brúðkaupsdagurinn var besti dagur lífs okkar,“ segja hin nýgiftu Alexandra Friðfinnsdóttir og Magnús Jóhann. Þau áttu algjöran draumadag í rjómablíðu og héldu alvöru miðbæjarbrúðkaup en blaðamaður ræddi við Alexöndru um þessa ógleymanlegu upplifun.

Lífið