Sport

Alan Shearer: Rooney ber uppi United-liðið

Alan Shearer, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, segir að Wayne Rooney hafi borið uppi lið Manchester United á þessu tímabili en Rooney er búinn að skora 19 deildarmörk og er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Rooney segist ekki vera á förum

Það er mikið slúðrað um það þessa dagana að Wayne Rooney gæti verið á förum frá Man. Utd. Það er ekki síst slæm fjárhagsstaða félagsins sem hefur kveikt í slúðursögunum.

Enski boltinn

Róbert: Spiluðum mjög vel

Róbert Gunnarsson var mjög ánægður með frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta gegn því króatíska er liðin skildu jöfn, 26-26, á EM í Austurríki.

Handbolti

Michael Schumacher: Titilinn er markmiðið

Þjóðverjinn Michael Schumacher segir að Mercedes liðið hafi allt sem til þarf til að ná meistaratitilinum í Forúlu 1 á árinu, enda varð Ross Brawn meistari með Brawn liðinu sem er grunnur Mercedes.

Formúla 1

Shay Given valdi City til þess að vinna titla

Shay Given, markvörður Manchester City, hefur átt frábæra leiki með félaginu á þessu tímabili og á mikinn þátt í velgengi liðsins. Hann segist ekki hafa valið City vegna peninganna heldur vegna þess að hann vildi ólmur vinna titla á sínum ferli.

Enski boltinn

Liverpool reynir að fá Jovanovic frítt í sumar

Liverpool hefur boðið serbneska framherjanum Milan Jovanovic þriggja ára samning að virði um tíu milljóna punda sé hann tilbúinn að koma til liðsins á frjálsri sölu í sumar. Samningur Jovanovic við belgíska liðið Standard Liege rennur út í sumar.

Enski boltinn

Nick Bradford mætir sínum gömlu félögum í Grindavík í kvöld

Nick Bradford og félagar í Njarðvík reyna að koma sér aftur í gang í kvöld, eftir bikarskellinn á móti Keflavík á dögunum, þegar liðið fær Grindavík í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík í Iceland Express deild karla. Nick Bradford spilaði eins og kunnugt er með Grindavík við mjög góðan orðstír í fyrra.

Körfubolti

Cristiano Ronaldo fékk að heyra það í spænsku blöðunum

Cristiano Ronaldo varð harðlega gagnrýndur í spænskum fjölmiðlum í morgun eftir framkomu sína í 2-0 sigri Real Madrid á Malaga í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Ronaldo skoraði bæði mörk Real í lok fyrri hálfleiks en var síðan rekinn útaf fyrir olnbogaskot í seinni hálfleik.

Fótbolti