Handbolti

Vantar bara EM-gull hjá Króatíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Ivano Balic í leik með Króatíu á EM.
Ivano Balic í leik með Króatíu á EM. Mynd/AFP

Handboltalið Króatíu hefur náð frábærum árangri á alþjóðavettvangi undanfarin ár. Það eina sem vantar er sjálfur Evrópumeistaratitillinn.

Ísland mætir Króatíu í dag á EM handbolta sem fer fram í Austurríki.

Króatar hafa tvívegis orðið Ólympíumeistarar. Fyrst í Atlanta árið 1996 og svo aftur í Aþenu átta árum síðar.

Þeir urðu svo heimsmeistarar á HM í Portúgal og hafa þrívegis hlotið silfur á HM. Fyrst á Íslandi árið 1995, svo aftur í Túnis áratug síðar og nú síðast í fyrra þegar keppnin var haldin í Króatíu.

Fyrir tveimur árum síðar töpuðu Króatar úrslitaleiknum fyrir Dönum á EM í Noregi, 24-20.

Króatar tóku þátt í fyrsta Evrópumeistaramótinu í handbolta sem haldið var í Portúgal árið 1994. Þá varð liðið í þriðja sæti og vann þar með sín fyrstu verðlaun á stórmóti.

Alls hefur liðið unnið til átta sinnum til verðlaun á stórmótum í handbolta og af þeim nítján skiptum sem liðið hefur keppt á stórmótum hefur það aðeins tvívegis ekki verið á meðal tíu efstu liða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×