Sport

Rooney skallaði United í úrslit

Wayne Rooney er hreinlega óstöðvandi þessa dagana og hann skoraði markið sem fleytti Man. Utd í úrslit enska deildarbikarsins í kvöld. Rooney skoraði síðasta markið í 3-1 sigri í uppbótartíma.

Enski boltinn

Mancini vonast eftir sögulegu kvöldi í Manchester-borg

Manchester City getur í kvöld komist í sinn fyrsta úrslitaleik síðan 1981 þegar liðið heimsækir Manchester United í seinni undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum. Það bíða margir spenntir eftir því að leiknum á Old Trafford klukkan 20.00 í kvöld.

Enski boltinn

Lino Cervar hættir með króatíska landsliðið eftir EM

Lino Cervar, þjálfari Króatíu, varpaði bombu í dag á blaðamannafundi fyrir leik Króata og Dana á Evrópumótinu í handbolta í Austurríki. Hann sagðist vera búinn að fá nóg af starfinu og að hann myndi hætta að þjálfa króatíska landsliðið eftir EM.

Handbolti

Gerrard: Það er orðið erfiðara að vinna okkur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er sannfærður um að liðið sé búið að snúa við blaðinu eftir slæmt gengi síðustu misserin. Liverpool náði þó aðeins markalausu jafntefli á móti Wolves í gær en fyrirliðinn reyndi að vera jákvæður.

Enski boltinn

Baldur búinn að framlengja við Valsmenn

Baldur Aðalsteinsson skrifaði í gær undir nýjan eins árs samning við Valsmenn en Baldur hefur leikið með félaginu frá því að hann kom á Hlíðarenda frá ÍA árið 2004 og hjálpaði Valsmönnum að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Valsmanna.

Íslenski boltinn

Sir Alex bannaði myndavélar Sky á blaðamannafundi United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, kennir Sky-fréttastofunni um það að Rio Ferdinand sé hugsanlega á leiðinni í þriggja leikja bann og um hversu mikið var gert úr deilumálum Gary Neville og Carlos Tevez. Ferguson hefur í framhaldinu bannað myndavélar Sky á æfingum liðsins.

Enski boltinn