Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 22:45 Luka Doncic í baráttunni Isaac Bonga í kvöld. Jurij Kodrun/Getty Liðin sem eru á leiðinni á Eurobasket sem hefst í lok ágústmánaðar eru á fullu að undirbúa sig fyrir móti. Andstæðingar Íslendinga í D riðli Eurobasket, Slóvenar, Frakkar og Belgar voru í eldlínunni í kvöld og gekk misjafnlega hjá þeim. Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi. Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu. Wemby shaved his head at a Shaolin TempleSafe to say he’s having quite the offseason 😂🔥(via @SpursGDP, @SpursSixthMan) pic.twitter.com/RZQ0TvToeO— Bleacher Report (@BleacherReport) June 8, 2025 Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá. Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst. EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira
Áhugaverðasta viðureign kvöldsins var án efa leikur Slóvena og Þýskalands í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Fólk hefur viljað sjá hvernig Luka Doncic kemur undan sumri en mikið hefur verið ritað og rætt um líkamlegt atgervi hans. Þjóðverjar eru svo ríkjandi heimsmeistarar í körfubolta og er líklega við miklu búist af þeim á Eurobasket. Þjóðverjar unnu leikinn 89-103 en Luka Doncic skoraði 19 stig, tók 3 fráköst og sendi 5 stoðsendingar á rúmum 24 mínútum. Hjá gestunum voru það David Kramer, leikmaður Tenerife, og Franz Wagner, leikmaður Orlando Magic, sem voru stigahæstir með 18 stig hver. Liðin mætast aftur á sunnudaginn í Þýskalandi. Frakkar tóku á móti móti Stóra Bretlandi og unnu nokkuð sannfærandi sigur þó hann hafi ekki verið stór. Leikurinn endaði 74-67 en eftir jafna byrjun tóku Frakkarnir völdin og sigldu leiknum heim. Victor Wembanyama mun ekki taka þátt í mótinu en hann þurfti að hætta leik síðasta vetur eftir að hafa fengið blóðtappa í öxlina. Hann mun væntanlega einbeita sér að því að undirbúa sig fyrir átökin í NBA deildinni næsta vetur frekar en að hjálpa þjóð sinni að verða Evrópumeistari. Wemby hefur t.d. hitt Shaolin munka og Kevin Garnett í sumar til að viða að sér þekkingu. Wemby shaved his head at a Shaolin TempleSafe to say he’s having quite the offseason 😂🔥(via @SpursGDP, @SpursSixthMan) pic.twitter.com/RZQ0TvToeO— Bleacher Report (@BleacherReport) June 8, 2025 Þá fóru Belgar í heimsókn til Finna og höfðu ekki erindi sem erfiði. Finnland rúllaði yfir leikinn 105-62 og fór Laur Markkanen, leikmaður Utah Jazz, var ekki að grínast og skoraði 48 stig og fór á kostum. Finnar verða á heimavelli á Eurobasket og gefur þetta góð fyrirheit fyrir þá. Ísland mun hefja leik á mótinu gegn Ísrael þann 28. ágúst næstkomandi en liðið fer næst til Portúgal til að spila við heimamenn og Svía. Þann 22. ágúst mun liðið svo spila við Litháen í lokaleiknum áður en alvaran hefst.
EM 2025 í körfubolta Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Sjá meira