Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 21:32 Dominik Radic var hetja Njarðvíkinga í kvöld. Vísir / ÓskarÓ Fimm leikjum er lokið 16. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Fjórir þeirra hófust kl. 19:15 og er nýlokið. Úrslitin segja áhugaverða sögu en Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir að ÍR missteig sig en Njarðvíkingar lögðu Selfoss. Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2 Lengjudeild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira
Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2
Lengjudeild karla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira