Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Árni Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2025 21:32 Dominik Radic var hetja Njarðvíkinga í kvöld. Vísir / ÓskarÓ Fimm leikjum er lokið 16. umferð Lengjudeildar karla í fótbolta. Fjórir þeirra hófust kl. 19:15 og er nýlokið. Úrslitin segja áhugaverða sögu en Njarðvíkingar eru einir á toppi deildarinnar eftir að ÍR missteig sig en Njarðvíkingar lögðu Selfoss. Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2 Lengjudeild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira
Njarðvíkingar fengu Selfyssinga í heimsókn og þurftu að koma til baka og sækja sigurinn en Selfyssingar komust yfir á 19. mínútu. Raúl Tanque skoraði þá úr víti en níu mínútum síðar var Dominik Radic búinn að jafna metin fyrir heimamenn. Radic var svo bæði skúrkur og hetja Njarðvíkinga en hann misnotaði víti á 51 mínútu en kvittaði fyrir það og tryggði sigurinn á 79. mínútu. ÍR tók á móti Fjölni í Breiðholtinu en náðu einungis jafntefli við Grafarvogspilta í markaleik. ÍR komst yfir strax á sjöundu mínútu leiksins þegar Guðjón Máni Magnússon skoraði en sjö mínútum síðar jafnaði Kristófer Dagur Arnarsson metin. Bergvin Fannar Helgason klikkaði á víti fyrir heimamenn korteri seinna og staðan 1-1 í hálfleik. Seinni hálfleikur var svo mjög fjörugur. Renato Punyed Dubon kom heimamönnum yfir en Fjölnismenn svöruðu með tveimur mörkum og komust yfir. Einar Örn Harðarson og Kristófer Dagur skoruðu til að koma gestunum í forystu og voru með hana þangað til á 88. mínútu leiksins. Þá fengu heimamenn annað víti eftir að boltinn fór í hendi á varnarmanni gestanna og Óliver Elís Hlynsson gerði engin mistök af punktinum og tryggði ÍR stig með því að jafna í 3-3. Eftir leiki kvöldsins eru Njarðvíkingar einir á toppi deildarinnar með 34 stig en ÍR er stigi frá þeim í öðru sæti. HK og Þór unnu sína leiki í kvöld og eru í þriðja og fjórða sæti með 30 stig. Það er því augljóst að toppbaráttan verður gríðarlega hörð þegar sex leikir eru eftir. Þór vann Fylki fyrr í dag og setti Fylki niður í fallsætið en stigið sem Fjölnir náði í lyfti þeim upp úr kjallaranum. Þróttur fer svo norður á Húsavík á morgun og spilar við Völsung. Ef Þróttarar vinna þá geta þeir lyft sér upp í þriðja sæti en þeir sitja í fimmta sæti með 28 stig þremur stigum á undan Keflavík sem er að missa af lestinni varðandi það að komast í umspilið um sæti í Bestu deild karla. Keflvíkingar steinlágu fyrir Þrótt í Kórnum 3-0. Leiknir tapað þá fyrir Grindavík 3-2 þar sem Adam Árni Róbertsson skoraði þrennu eftir að Leiknir hafði komist í 0-2. Leiknismenn eru í slæmum málum á botni deildarinnar en Grindavík þokar sér lengra frá fallsvæðinu og eru með 17 stig í áttunda sæti deildarinnar. Úrslit kvöldsins Úrslit og markaskorar fengin frá Fótbolti.net. Njarðvík - Selfoss 2-1 ÍR - Fjölnir 3-3 HK - Keflavík 3-0 Grindavík - Leiknir 3-2
Lengjudeild karla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira