Fréttir

Skipar strax nýjan for­sætis­ráð­herra

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur strax skipað nýjan forsætisráðherra, einungis einum degi eftir að stjórnarmeirihlutinn á franska þinginu stóðst ekki vantrauststillögu. Nýi forsætisráðherrann er Sébastien Lecornu, varnarmálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og bandamaður Macrons til langs tíma.

Erlent

Segja leið­toga Hamas hafa lifað á­rásina af

Æðstu leiðtogar Hamas-samtakanna lifðu árás Ísraela í Katar í dag af en sex lægra settir leiðtogar féllu í árásinni. Þeirra á meðal er sonur Khalil al-Hayya, leiðtoga Hamas á Gasaströndinni og einn af aðstoðarmönnum hans.

Erlent

For­seti biðlar til þing­manna og ó­lík­leg þátt­taka í Euro­vision

Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur.

Innlent

Skipar nefnd um jafn­rétti karla

Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið.

Innlent

Ísraelar gera loft­á­rásir á Katar

Ísraelski herinn gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, á öðrum tímanum í dag. Herinn segir árásirnar beinast að pólitískum leiðtogum Hamas sem hafa notað Dóha sem höfuðstöðvar utan Gasa um árabil.

Erlent

Støre á vanda­samt verk fyrir höndum eftir kosninga­sigur

Útlit er fyrir að Jonas Gahr Støre, formaður Verkmannaflokksins, muni leiða næstu ríkisstjórn Noregs eftir spennandi kosningar til norska stórþingsins. Framfaraflokkurinn, sem er yst til hægri, vann glæstan kosningasigur á meðan hægri flokkur Ernu Solberg galt afhroð.

Erlent

Bein út­sending: Guðs­þjónusta og setning Al­þingis

Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 

Innlent

„Við munum reyna að bæta öll mál“

Ólafur Adolfsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir stóra málið á komandi þingi að ná niður verðbólgu og lækka vexti. Flokkurinn ætli að beita sér í mikilvægum málum er varða heimilin og til að mynda reyna að tryggja að fólk geti áfram ráðstafað séreignasparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán.

Innlent

„Er þetta allt sem Ís­land getur gert?“

Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum.

Innlent

Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið

Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja alveg skýrt að bókun 35 verði afgreidd á þingvetrinum sem hefst í dag. Forsætisráðherra kýs að kalla svokallað „kjarnorkuákvæði“ frekar „lýðræðisákvæði“ og virðist ekki útiloka að því verði beitt á ný.

Innlent

Ekki út­gangs­punktur að beita á­kvæðinu

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist líta svo á að ákvæði 71. greinar þingskaparlaga, sem heimilar takmörkun á ræðutíma þingmanna, sé ákveðið „lýðræðisákvæði.“ Beiting stjórnarmeirihlutans á ákvæðinu við umræðu um veiðigjaldafrumvarpið olli ákveðnu uppnámi á Alþingi undir lok þingsins áður en það fór í frí í sumar. Hún útilokar ekki að ákvæðinu verði beitt í umræðu um bókun 35 en segir þó ekki gengið út frá því heldur.

Innlent

Mikill meiri­hluti hlynntur Hvamms­virkjun

Tæp sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast hlynnt Hvammsvirkjun í Þjórsá en aðeins rúmur fimmtungur er andsnúinn. Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til virkjunarinnar en mun fleiri karlar eru fylgjandi henni en konur.

Innlent

Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar

Þrír hafa verið ákærðir fyrir að hafa í félagi ruðst inn í íbúð manns í heimildarleysi í febrúar árið 2023. Einn þeirra er ákærður fyrir að hafa í kjölfarið ráðist á manninn, meðal annars með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, í einhverjum tilvikum þannig að aðeins tannrótin var eftir.

Innlent

Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta

Símabann í skólum, breyting á atkvæðavægi og þingsætadreifingu, og „tiltekt í útlendingamálum“ er meðal þess sem ríkisstjórnin boðar á komandi þingvetri. Ríkisstjórnin boðar 157 mál sem hún hyggst leggja fyrir Alþingi á 157. löggjafarþingi 2025-2026 sem hefst í dag.

Innlent

Kín­versk ferða­skrif­stofa fær ekki á­heyrn hjá Hæsta­rétti

Hæstiréttur synjaði kínverskri ferðaskrifstofu um leyfi til þess að áfrýja máli sem hún tapaði í Landsrétti gegn tryggingafélaginu TM vegna banaslyss á Suðurlandsvegi fyrir sjö árum. Ferðaskrifstofan taldi sig eiga kröfu á TM vegna bóta sem hún greiddi foreldrum tveggja ferðamanna sem létust í slysinu.

Innlent

Svona var kynning ríkis­stjórnar á þingmálum vetrarins

Leiðtogar ríkisstjórnarinnar kynna þingmálaskrá vegna komandi þingvetrar á blaðamannafundi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru ríflega 150 mál í þingmálaskránni, sum endurflutt og önnur ný af nálinni. Líkt og venja er eru það einnig mismörg mál sem hver ráðherra hyggst leggja fyrir þingið hverju sinni.

Innlent

Kosninga­úr­slit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögu­lega á förum

Verkamannaflokkurinn í Noregi bar sigur úr býtum í þingkosningunum sem fram fóru í gær. Vinstri - miðju blokkin, með Jonas Gahr Störe forsætisráðherra og formanna Verkamannaflokksins í broddi fylkingar fékk fleiri atkvæði en blokk hægri flokka. Vinstri flokkarnir tryggðu sér samanlagt 87 þingsæti og flokkarnir til hægri 82, en til að ná meirihluta þarf 85 þingmenn.

Erlent