Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þakklæti efst í huga í dag

Þakklæti til viðbragðsaðila er efst í huga konu sem missti tveggja ára bróður sinn í umferðarslysi og á systur sem slasaðist alvarlega í umferðinni. Árleg alþjóðleg minningarathögn um fórnarlömb umferðarslysa var haldin við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í dag. Fimm hafa látist í umferðarslysum hér á landi í ár.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Samherja veit ekki hvort lög voru brotin

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar þegar honum bauðst að taka við stöðu forstjóra fyrirtækisins, seint á miðvikudagskvöld. Daginn eftir var tilkynnt að Þorsteinn Már Baldvinsson myndi draga sig í hlé meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi Samherja í Namibíu stendur yfir, en hún er í höndum norskrar lögmannsstofu.

Innlent
Fréttamynd

Ranglega sakaðar um verkfallsbrot

Þær Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, Sonja Sif Þórólfsdóttir og Lilja Ósk Sigurðardóttir, blaðamenn á vef Morgunblaðsins, voru í gær ranglega sakaðar um brot gegn löglega boðuðum verkfallsaðgerðum Blaðamannafélags Íslands. Þær hafa nú fengið afsökunarbeiðni.

Innlent
Fréttamynd

Missti flugréttindi vegna sykursýki og segir reglurnar úreltar

Maður sem missti flugréttindi eftir þrjátíu ára flugferil eftir að hafa greinst með sykursýki segir reglur um að fólk með sjúkdóminn megi ekki fljúga vera barn síns tíma. Reglurnar séu víða aðrar. Þá er sykursýki útilokandi þáttur fyrir fleiri störf hér á landi þrátt fyrir að fólk sé með blóðsykurstjórnun á pari við þá sem teljast heilbrigðir.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Formaður VR vill að verkalýðshreyfingin horfi til þess að bjóða fram til alþingis. Afhjúpanir Samherjaskjalanna hafi sýnt fram á getuleysi stjórnmálanna til að taka á spillingu og vanmátt til að innleiða nauðsynlegar samfélagslegar breytingar að hans mati.

Innlent
Fréttamynd

Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka

Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.