Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Hildur Knútsdóttir rithöfundur hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og ein og hálf milljón króna í verðlaunafé. Innlent 7.1.2026 18:22
Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Bandaríski herinn tók yfir stjórn olíuflutningaskips sem sigldi frá Venesúela og talið er að hafi verið á leið til Rússlands. Herinn hafði veitt því eftirför í tvær vikur og sigldi það inn í íslenska efnahagslögsögu í nótt. Skömmu fyrir hádegi var hermönnum flogið um borð í skipið og tóku þeir yfir stjórn þess. Innlent 7.1.2026 18:09
Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Ung kona sem sætt hefur einangrun nær óslitið frá því í september hefur meðal annars verið ákærð fyrir að ráðast á níu lögreglumenn og sjúkraflutningamann. Hún er einnig sögð hafa rispað bíl lögreglumanns. Innlent 7.1.2026 17:06
Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, er sú þriðja sem gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún segist standa fyrir breytingar í borginni sem nú sé ákall um. Hún getur hugsað sér að fara í samstarf við alla flokka. Innlent 7.1.2026 11:54
Stefán vill verða varaformaður Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að gegna embætti varaformanns flokksins. Kosið verður um forystu flokksins á komandi flokksþingi Framsóknar í næsta mánuði. Innlent 7.1.2026 10:18
Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Veðurstofan varar við norðaustan hríð á Suðurlandi og Suðausturlandi í kvöld og á morgun. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan fimm á Suðausturlandi í kvöld og klukkan 22:00 á Suðurlandi. Innlent 7.1.2026 10:16
Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Jónas Már Torfason lögfræðingur vill leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Jónas starfar sem lögfræðingur á lögmannsstofunni Réttur - Aðalsteinsson & Partners. Jónas er uppalinn í Kópavogi og flutti nýlega aftur heim. Jónas segir það hans markmið að mynda meirihluta í Kópavogi. Innlent 7.1.2026 09:56
Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Nautgripabóndi sem fór svo illa með dýr að tugir þeirra drápust eða voru aflífuð hlaut sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm og er bannað að hafa dýr í umsjá sinni í fimm ár. Bóndinn hirti meðal annars hvorki um að gefa dýrunum vott eða þurrt. Innlent 7.1.2026 09:55
Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Þetta staðfestir Björg nú í morgun en þegar hefur verið sterkur orðrómur uppi um að hún hygðist taka oddvitaslaginn fyrir Viðreisn í borginni. Innlent 7.1.2026 09:12
Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir allar yfirlýsingar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um Grænland og Venesúela fjarstæðukenndar og forsendur hans líka. Hann segir að frá herfræðilegu sjónarmiði sé í raun einfalt fyrir Bandaríkin að taka Grænland, og þau gætu gert það, ef þau vildu, í dag. Það sé þó alls ekki nauðsynlegt og í raun aðeins hégómi „gamla fasteignabraskarans frá New York“ að vilja það. Innlent 7.1.2026 09:07
Eldur kveiktur í lyftu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart um skemmdarverk í gærkvöldi eða nótt, þegar eldur var kveiktur í lyftu í bílastæðahúsi í póstnúmerinu 104. Minniháttar skemmdir urðu á lyftunni en ekki er vitað hver var að verki. Innlent 7.1.2026 06:14
Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segist halda að það sé skynsamlegt að anda með nefinu varðandi málefni Grænlands enn um sinn. Varnarsamningurinn við Bandaríkin sé allt sem skipti máli varnarlega séð fyrir Ísland, og reynslan og sagan kenni okkur að það sé skynsamlegt að passa vel upp á vinskap við Bandaríkin. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir að staða heimsmálanna í dag sé með þeim hætti að Íslendingar eigi að halda öllum möguleikum opnum varðandi öryggi og varnir, og mögulega skipa okkur formlega í hóp með líkt þenkjandi þjóðum. Innlent 6.1.2026 22:11
Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar. Innlent 6.1.2026 21:18
Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Íbúum á Stokkeyri þykir fátt skemmtilegra en að bregða sér á skauta á stóru svelli í þorpinu en mikil hefð er fyrir skautamenningu á staðnum. Kona, sem býr í Danmörku en er í heimsókn á Íslandi, segir skautasvellið á Stokkseyri algjöra paradís. Innlent 6.1.2026 20:05
Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir á að lækka það með aðgerðum. Ný mannauðsáætlun hafi verið kynnt fyrir næstu þrjú ár sem á m.a. að stuðla að festu í stöðugleika og mönnun. Innlent 6.1.2026 19:08
Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðstoð björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar vegna týndra göngumanna. Samferðarmaður þeirra hafði samband við lögreglu eftir að göngumenn skiluðu sér ekki. Þau reyndust hafa komið sér til Reykjavíkur án þess að láta vita af sér. Innlent 6.1.2026 18:24
Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Innrás Bandaríkjanna í Venesúela þar sem einræðisherra landsins var handsamaður vekur ugg víða um heim. Dönsk stjórnvöld héldu neyðarfund í dag vegna málefna Grænlands, en Bandaríkjaforseti segir ríkið þurfa á þessari stærstu eyju heims að halda. Innlent 6.1.2026 18:02
Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Hildur Björnsdóttir verður áfram oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum 16. maí næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Innlent 6.1.2026 16:43
Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Viðreisn mun í vor bjóða fram lista fyrir sveitarstjórnarkosningar á Akureyri. Það er í fyrsta sinn sem flokkurinn býður fram í sveitarfélaginu. Ákveðið hefur verið að fara í uppstillingu. Í tilkynningu segir að framboðið marki tímamót sé liður í því að efla starf flokksins á landsbyggð. Innlent 6.1.2026 15:57
Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Fyrrverandi læknir sem var sviptur starfsleyfi sínu fyrir hálfu ári titlar sig enn sem slíkur á ýmsum vettvangi þrátt fyrir að það sé ólöglegt. Embætti landlæknis segist vita af málinu en það tjái sig ekki um það. Innlent 6.1.2026 15:44
Áfram auknar líkur á eldgosi Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og áfram eru auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni. Innlent 6.1.2026 15:36
Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Rafmagnslaust varð síðdegis í dag vegna háspennubilunar í Garðabæ. Í tilkynningu frá Veitum kom fram að unnið sé að því að greina bilun. Innlent 6.1.2026 15:11
Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Brunavarnir Árnessýslu vinna nú að slökkvistarfi rétt sunnan við Selfoss þar sem töluverður sinueldur brennur. Tilkynning barst um eldinn þegar klukkan var um korter yfir tvö í dag. Þetta staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við Vísi. Innlent 6.1.2026 14:57
Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu býður sig fram til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðmundur er með duglegri mönnum og hann hefur nú þegar fengið hundruð manna til að skrá sig í flokkinn til að geta kosið í prófkjöri sem fer fram eftir 17 daga. Innlent 6.1.2026 14:47