Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Innlent 17.11.2025 14:31
Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri og oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. Innlent 17.11.2025 13:43
Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Innlent 17.11.2025 13:15
Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Innlent 17.11.2025 11:35
Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Vegna framkvæmda við Arnarnesveg þarf að loka fyrir rennsli á köldu vatni í Lindahverfi, Smárahverfi, Digranesi og Kársnesi í Kópavogi. Lokunin hefst klukkan 22 í kvöld og stendur til klukkan sex að morgni þriðjudagsins daginn eftir. Innlent 17.11.2025 10:04
Mark Rutte heimsækir Ísland Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins er væntanlegur í heimsókn til Íslands þann 27. nóvember næstkomandi. Um er að ræða vinnuheimsókn og er þetta hans fyrsta heimsókn til Íslands í stöðu framkvæmdastjóra síðan hann tók við af Jens Stoltenberg í október 2024. Innlent 17.11.2025 09:14
Handtekinn í Dölunum Lögregla handtók um helgina mann í Dölunum eftir að hann hafði ítrekað ekið bíl sínum á annan bíl á sunnanverðum Vestfjörðum. Innlent 17.11.2025 09:04
Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslabíl í Bríetartúni í Reykjavík í morgun. Innlent 17.11.2025 07:24
„Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám. Innlent 16.11.2025 23:20
Börn sækist í bækur á ensku Mikilvægt er að efla útgáfu íslenskra barna bóka að mati bókasafnsfræðings sem hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem veitt voru í tilefni af degi íslenskrar tungu. Börn leiti í auknu mæli í lesefni á ensku og bregðast þurfi við. Innlent 16.11.2025 21:22
Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Faðir sem missti son sinn í bílslysi segir skelfilegt að heyra að bílbeltanotkun meðal ungs fólks sé að dragast saman. Lögreglumaður sem á líf sitt bílbeltinu að þakka hvetur alla til að muna eftir beltinu. Innlent 16.11.2025 20:48
70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Það var líf og fjör á Laugarvatni um helgina þegar um 200 nemendur Tónlistarskóla Árnesinga komu saman til að spila á hljóðfæri sín í tilefni af 70 ára afmæli skólans fyrir gesti á sérstökum afmælistónleikum í íþróttahúsinu á Laugarvatni í gær, 15. nóvember. Innlent 16.11.2025 20:05
Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Faðir sem missti son sinn í bílslysi fyrir tveimur árum segir skelfilegt að dregið hafi úr bílbeltanotkun ungs fólks. Við ræðum við hann í kvöldfréttum Sýnar klukkan hálf sjö og sýnum frá minningarstund sem haldin var í dag um fórnarlömb umferðarslysa. Innlent 16.11.2025 18:20
Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Ökumaður lenti utan vegar rétt austan við Grundarfjörð á Snæfellsnesi á þriðja tímanum aðfararnótt sunnudags. Bíllinn lenti ofan í vatnssprænu og er mikið tjónaður, en engin alvarleg slys urðu á fólki. Bíllinn var dreginn upp úr læknum síðdegis í dag. Innlent 16.11.2025 18:13
Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Almannarómur safnar nú gögnum frá fyrirtækjum til að efla tungutak tengt ákveðnum atvinnugreinum. Halldór Benjamín Þorbergsson, stjórnarformaður Almannaróms, og Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segja ekki sjálfsagt að þau tól sem við notum og tæknin tali íslensku en það sé mikilvægt að svo sé. Innlent 16.11.2025 14:20
Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. Innlent 16.11.2025 14:15
„Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. Innlent 16.11.2025 14:11
Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Lögreglumaður telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn sunnudaginn 16. nóvember. Innlent 16.11.2025 12:24
Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Haldið verður upp á 150 ára afmæli Keldnakirkju á Keldum í Rangárþingi ytra í dag en kirkjan er gömul sveitakirkja, sem hefur alltaf verið mjög vel við haldið. Oddasókn á kirkjuna en stefnt er að því að Þjóðminjasafn Íslands taki kirkjuna yfir á nýju ári. Innlent 16.11.2025 12:11
Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Lögreglumaður sem telur að bílbelti hafi bjargað lífi sínu og bróður hans fyrir hálfum öðrum áratug þegar þeir lentu í hörðum árekstri. Vísbendingar eru um að tíu til fimmtán prósent ökumanna hér á landi eigi það til að sleppa því að nota belti. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag. Innlent 16.11.2025 12:00
Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Skrifstofa borgarstjórnar hefur tekið saman mætingu allra borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi síðustu ár eftir beiðni frá Sjálfstæðisflokknum. Oddviti Sjálfstæðisflokksins trónir þó ekki á toppnum ef litið er til allra oddvitanna en hún er þó ekki langt á eftir oddvita Vinstri grænna sem er duglegust að mæta. Innlent 16.11.2025 11:37
Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Yfir helmingur þeirra sem lést innanbæjar í bifreið á síðustu tuttugu árum var beltislaus. Árlegur alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er nú haldinn í dag í fimmtánda sinn. Í ár er kastljósinu sérstaklega beint að bílbeltanotkun, sérstaklega meðal ungs fólk. Innlent 16.11.2025 11:09
Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, og Ragnar Jónasson, rithöfundur, telja að íslenskan gæti horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindar og áhrifa enskrar tungu á íslenskuna. Þau ræddu áhrif ensku á íslensku í bresku blaðaviðtali. Innlent 16.11.2025 10:06
Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Vaxtamálið og áhrif á lánakjör, Evrópumál, lögfesting sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og baráttan fyrir íslenskunni í stafrænum heimi. Allt þetta og fleira til verður til umfjöllunar á Sprengisandi í dag. Innlent 16.11.2025 09:47
Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Þrír voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í nótt. Einn fyrir að vera með hníf, annar fyrir að hafa verið til vandræða fyrir utan skemmtistað samkvæmt dagbók lögreglu og sá þriðji fyrir slagsmál. Seinni tveimur var sleppt úr haldi eftir að tekin var af þeim skýrsla. Einn gisti í fangageymslu í nótt en alls voru skráð 79 mál hjá lögreglunni frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun. Innlent 16.11.2025 07:07