Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar í sjúkraflutninga á sjötta tímanum í dag vegna alvarlegs umferðarslyss á Fagurhólsmýri í Öræfunum. Innlent 28.12.2025 20:34
„Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu. Það sé til marks um mikla framleiðslugetu Rússa sem sé ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Innlent 28.12.2025 17:51
„Gamla góða Ísland, bara betra“ Formaður Miðflokksins segir velgengi flokksins í skoðanakönnun vera „pólitískri vakningu“ að þakka. Flokkurinn standi á þeirri gömlu miðju og berst fyrir gamla góða Íslandi, bara betra. Hann ræddi áherslumál Miðflokksins í Sprengisandi í morgun. Innlent 28.12.2025 16:02
Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Vilhjálmur Birgisson, formaður starfsgreinasambandsins, segir duldar skattahækkanir á launafólk leynast víða, og verkalýðshreyfingin eigi aldrei að láta þær líðast. Ein slík taki gildi á næsta ári, þegar persónuafsláttur hækkar ekki í takt við launavísitölu. Innlent 28.12.2025 09:07
Líkamsárás í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Innlent 28.12.2025 07:40
Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Maður sem er grunaður um ofbeldisbrot gagnvart sambýliskonu sinni var fyrr í þessum mánuði gert að sæta brottvísun af heimili þeirra og sætir jafnframt nálgunarbanni gagnvart henni. Myndefni úr öryggismyndavél sýnir gróft ofbeldi mannsins í garð konunnar. Innlent 27.12.2025 19:35
Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands. Innlent 27.12.2025 17:57
Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjálfvirkir lyfjaskammtarar, sem nýttir eru í heimaþjónustu um allt land, hafa reynst gríðarlega vel. Sviðsstjóri hjá heimaþjónustu borgarinnar segir skammtarana spara mikinn tíma hjá starfsmönnum og auka sjálfstæði notendanna svo um munar. Innlent 27.12.2025 16:30
Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Innlent 27.12.2025 15:59
Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Kostnaður umhverfis- orku, og loftslagsráðuneytisins vegna kaupa á þjónustu frá almannatenglum og auglýsingastofum hefur numið hátt í einni milljón króna á þessu ári, sem er um fjögur hundruð þúsund krónum minna en ráðuneytið varði í slíka þjónustu í fyrra. Ráðuneytið naut meðal annars aðstoðar slíkra sérfræðinga í tengslum við hringferð ráðherra um orkumál í fyrra og vegna leiðréttingar á landsákvörðuðu framlagi Íslands gagnvart Parísarsamningnum. Innlent 27.12.2025 15:43
Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27.12.2025 13:34
„Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir, sem skila raunverulegum árangri í loftlagsmálum”, segir formaður Bændasamtakanna og bætir við að það hafi verið jákvæð skref í vetur þegar veittur var fjárfestingastuðningur til ylræktarbænda til að draga úr orkukostnaði. Innlent 27.12.2025 13:05
Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Söfnun hefur verið hrundið af stað fyrir Kjartan Guðmundsson, manninn sem liggur þungt haldinn á spítala í Suður Afríku í kjölfar umferðarslyss. Maðurinn er faðir drengs í meðferð í Suður Afríku en systir drengsins og föðuramma létust í slysinu. Innlent 27.12.2025 12:50
Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, mun ekki sækjast eftir bæjarstjórasætinu eftir sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Hann ræddi bæjarstjórastarfið og krabbameinsgreininguna í Einmitt. Innlent 27.12.2025 11:58
Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Samherji gæti tvöfaldast að stærð nái áform í landeldi fram að ganga að sögn forstjóra félagsins. Félagið hyggist ráðast í þrjátíu milljarða króna fjárfestingu í greininni á næstu misserum með innlendum og erlendum fjárfestum. Innlent 27.12.2025 11:56
Árekstur á Suðurlandsbraut Tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Engjavegar klukkan tíu í morgun. Innlent 27.12.2025 10:51
Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni. Innlent 27.12.2025 10:24
Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Tveir voru handteknir í nótt grunaðir um framleiðslu og sölu fíkniefna, peningaþvætti, og vörslu fíkniefna. Málið er í rannsókn. Innlent 27.12.2025 07:32
Jarðskjálfti við Kleifarvatn Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn sunnan höfuðborgarsvæðisins klukkan 01:48 í nótt. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði. Innlent 27.12.2025 02:29
Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynnt var um laus hross. Lögreglan aðstoðaði við að fanga hrossin og koma þeim í öruggt skjól. Innlent 26.12.2025 18:24
Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé. Innlent 26.12.2025 18:17
Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 26.12.2025 16:00
Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Fjórir unglingar voru á dögunum sakfelldir í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán sem beindist gegn unglingspilti í apríl í fyrra. Þau hlutu átta til fjögurra mánaða skilorðsbundna refsingu. Innlent 26.12.2025 12:02
Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa ráðist á annan mann í matsal vinnubúða verktakafyrirtækis við Gufufjörð í Reykhólahreppi í febrúar síðastliðnum. Innlent 26.12.2025 08:45