
Enginn greindist innanlands og einn á landamærunum
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, en einn greindist á landamærunum.
Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær, en einn greindist á landamærunum.
„Það hafa verið rúmlega 700 skjálftar frá miðnætti og það er bara svipað og síðustu nætur. Við vorum að taka saman fjöldann, nú eru skjálftarnir komnir yfir tíu þúsund frá 24. febrúar,“ segir Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu.
Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf líkt og aðra sunnudaga. Þá er hægt að hlusta á þáttinn í beinni hér á Vísi.
Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 varð um þrjá kílómetra suðvestur af Keili klukkan 00:19 í nótt. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa borist tilkynningar allt frá Hvolsvelli og upp í Borgarfjörð um að skjálftinn hafi fundist.
Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi.
Fjórir jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa riðið yfir á Reykjanesskaga í kvöld. Fyrstu tveir skjálftarnir riðu yfir á áttunda tímanum í kvöld en tveir skjálftar til viðbótar yfir þremur að stærð riðu yfir á ellefta tímanum.
Bjarki Brynjarsson og Þóra Sigurðardóttir eru búsett í Noregi, eiga von á sínu fyrsta barni í maí og ætla að flytja heim til Íslands í vor. Þóra á rétt á fæðingarorlofi í Noregi þar sem hún heldur starfi sínu áfram. Bjarki á hins vegar hvorki rétt á fæðingarorlofi á Íslandi né í Noregi vegna ólíkra viðmiða um rétt til fæðingarorlofs í löndunum tveimur.
Bænastund fyrir John Snorra Sigurjónsson, Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn hefur verið frestað fram á þriðjudagskvöld vegna slæmrar veðurspár. Bænastundin átti að fara fram annað kvöld til þess að biðja fyrir félögunum.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, segir mjög ólíklegt að höfuðborgarsvæðið allt yrði rýmt ef eldgos brytist út í nálægð við höfuðborgina. Rýmingaráætlun almannavarna ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins.
Það blæs ekki byrlega fyrir hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli því þar stendur til að loka sjö hjúkrunarrýmum í nýrri álmu heimilisins. Ástæðan er sú að ekki fæst rekstrarfé frá ríkinu fyrir rýmin sjö.
Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi.
„Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis.
Í fréttum okkar í kvöld verður rætt við Magnús Tuma Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði í beinni útsendingu sem sat fund vísindaráðs almannavarna í dag vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi.
Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi.
„Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga.
Stjórn Læknafélags Íslands harmar að ekki hafi gefist tími til að semja við innlenda aðila um rannsóknarhluta leitarstarfsins áður en ákvörðun var tekin um að leghálsskimunarsýni yrðu flutt frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga.
Jarðvísindamenn fylgjast náið með því hvort einhverjar vísbendingar sjáist um kvikuhreyfingar í tengslum við jarðskjálftahrinuna á Reykjanesskaga. Einn liður í eftirlitinu eru daglegar mælingar á gasuppstreymi.
Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku.
Líklegustu eldgosasvæði vegna skjálftahrinunnar á Reykjanesi eru talin suður af Keili og í áttina að Þorbirni. Þetta kemur fram í spá Eldfjallafræði og náttúruváhóps Háskóla Íslands. Samkvæmt spá um hraunflæði myndi það ekki ógna byggð en gæti flætt yfir Reykjanesbraut.
Almar Sigurðsson, sem rekur Gistiheimilið á Lambastöðum í Flóahreppi, gefur kost á sér í forvali Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar, og sækist eftir fyrsta sæti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almari.
Á Stafræna Háskóladeginum situr vísinda- og fræðafólk Háskóla Íslands fyrir svörum í beinu streymi úr Hátíðasal skólans.
Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um þá miklu skjálftavirkni sem verið hefur á Reykjanesskaga síðustu daga, og mögulega sviðsmyndir í framhaldinu.
„Þetta er bara afleitt smit frá landamærasmiti. Einstaklingur sem kom hingað fyrir vikutíma og var að ljúka við sína sóttkví. Meðan við erum með fólk í sóttkví þá getum við alltaf búist við því að greina einhverja áfram,“ segir Þórólfur Guðnason um þær fréttir að einn hafi greinst með kórónuveiruna innanlands í gær.
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var hann í sóttkví við greiningu.