Helgin hans Atla Eðvaldssonar árið 1983 verður seint toppuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 12:30 Atli Eðvaldsson í leik með Fortuna Düsseldorf. Getty/Werner OTTO Atli Eðvaldsson kvaddi í gær eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stendur minning um magnaðan mann og magnaðan fótboltaferil sem bæði leikmaður og þjálfari. Það er að mörgu að taka af eftirminnilegum ferli Atla Eðvaldssonar sem spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi og Tyrklandi og var bæði fyrirliði og þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins. Það er þó ein helgi í júnímánuði áður 1983 sem verður aldrei toppuð. Ekki aðeins vegna afreks Atla heldur einnig vegna leikjaskipulags í knattspyrnuheiminum. Það er eitt að skora sex mörk á tveimur dögum en annað að spila alvöru leiki tvo daga í röð og blanda inn í það marga klukkutíma ferðalagi frá Þýskalandi til Íslands. Þeir eldri muna örugglega eftir þessu en fyrir hina er full ástæða til að halda henni á lofti sem dæmi um hversu öflugur knattspyrnumaður Atli Eðvaldsson var á sínum tíma. Tímabilið 1982 til 1983 var Atli Eðvaldsson á sínu öðru tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku bundesligunni. Hann var búinn að eiga mjög flott tímabil þegar kom að lokaumferðinni 6. júní 1983 og hafði skorað 16 mörk í 33 leikjum. Þetta var fjórða tímabil Atla í Þýskalandi en tímabilið 1981-82 spilaði hann aðeins tvo leiki. Hann var þá leikmaður Dortmund en færði sig yfir til Fortuna Düsseldorf og skoraði 7 mörk í 26 leikjum á fyrstu leiktíð. Atli gerði miklu betur á tímabili númer tvö. Lokaleikurinn var á móti Eintracht Frankfurt en það sem flækti málið að daginn eftir átti íslenska landsliðið að spila á móti Möltu í undankeppni EM 1984. Flugvél beið Atla og Péturs Ormslev, sem líka lék með Fortuna Düsseldorf, á flugvellinum í Düsseldorf og flutti þá beint til Íslands eftir leik.Opna um afrek Atla Eðvaldssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 1983.Skjámynd/Íslensk knattspyrna 1983Fyrst var þó að spila þennan leik á móti Eintracht Frankfurt. Íslenskir blaðamenn fengu að fara með flugvélinni út og urðu því vitni af afreki Atla. Atli var í miklu stuði og skoraði öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í leiknum og varð um leið fyrsti útlendingurinn í sögunni sem nær að skora fimmu í leik í bundesligunni. Atli endaði tímabilið með 21 mark í 34 leikjum og sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Enginn annar íslenskur leikmaður hefur síðan náð að skora fimmu í leik eða yfir tuttugu mörk á einu tímabili í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Við tók flug með einkaflugvél og landsleikur við Möltu daginn eftir. Það var ekki að spyrja að því, Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þetta reyndist vera eini sigurleikur íslenska liðsins í allri undankeppninni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar blaðaúrklippur um þessa ótrúlegu helgi Atla þegar hann skoraði sex mörk á aðeins tveimur dögum.Forsíða DV.Skjámynd/DVSkjámynd/DVSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/ÞjóðviljinnSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/Tíminn EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48 Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Sjá meira
Atli Eðvaldsson kvaddi í gær eftir langa og erfiða baráttu við krabbamein. Eftir stendur minning um magnaðan mann og magnaðan fótboltaferil sem bæði leikmaður og þjálfari. Það er að mörgu að taka af eftirminnilegum ferli Atla Eðvaldssonar sem spilaði sem atvinnumaður í Þýskalandi og Tyrklandi og var bæði fyrirliði og þjálfari íslenska fótboltalandsliðsins. Það er þó ein helgi í júnímánuði áður 1983 sem verður aldrei toppuð. Ekki aðeins vegna afreks Atla heldur einnig vegna leikjaskipulags í knattspyrnuheiminum. Það er eitt að skora sex mörk á tveimur dögum en annað að spila alvöru leiki tvo daga í röð og blanda inn í það marga klukkutíma ferðalagi frá Þýskalandi til Íslands. Þeir eldri muna örugglega eftir þessu en fyrir hina er full ástæða til að halda henni á lofti sem dæmi um hversu öflugur knattspyrnumaður Atli Eðvaldsson var á sínum tíma. Tímabilið 1982 til 1983 var Atli Eðvaldsson á sínu öðru tímabili með Fortuna Düsseldorf í þýsku bundesligunni. Hann var búinn að eiga mjög flott tímabil þegar kom að lokaumferðinni 6. júní 1983 og hafði skorað 16 mörk í 33 leikjum. Þetta var fjórða tímabil Atla í Þýskalandi en tímabilið 1981-82 spilaði hann aðeins tvo leiki. Hann var þá leikmaður Dortmund en færði sig yfir til Fortuna Düsseldorf og skoraði 7 mörk í 26 leikjum á fyrstu leiktíð. Atli gerði miklu betur á tímabili númer tvö. Lokaleikurinn var á móti Eintracht Frankfurt en það sem flækti málið að daginn eftir átti íslenska landsliðið að spila á móti Möltu í undankeppni EM 1984. Flugvél beið Atla og Péturs Ormslev, sem líka lék með Fortuna Düsseldorf, á flugvellinum í Düsseldorf og flutti þá beint til Íslands eftir leik.Opna um afrek Atla Eðvaldssonar í bókinni Íslensk knattspyrna 1983.Skjámynd/Íslensk knattspyrna 1983Fyrst var þó að spila þennan leik á móti Eintracht Frankfurt. Íslenskir blaðamenn fengu að fara með flugvélinni út og urðu því vitni af afreki Atla. Atli var í miklu stuði og skoraði öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í leiknum og varð um leið fyrsti útlendingurinn í sögunni sem nær að skora fimmu í leik í bundesligunni. Atli endaði tímabilið með 21 mark í 34 leikjum og sem annar markahæsti leikmaður deildarinnar. Enginn annar íslenskur leikmaður hefur síðan náð að skora fimmu í leik eða yfir tuttugu mörk á einu tímabili í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Við tók flug með einkaflugvél og landsleikur við Möltu daginn eftir. Það var ekki að spyrja að því, Atli Eðvaldsson skoraði eina mark leiksins tveimur mínútum fyrir leikhlé. Þetta reyndist vera eini sigurleikur íslenska liðsins í allri undankeppninni. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar blaðaúrklippur um þessa ótrúlegu helgi Atla þegar hann skoraði sex mörk á aðeins tveimur dögum.Forsíða DV.Skjámynd/DVSkjámynd/DVSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/ÞjóðviljinnSkjámynd/MorgunblaðiðSkjámynd/Tíminn
EM 2020 í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48 Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30 Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14 Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Sjá meira
Tekst á við veikindin á eigin forsendum Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. 20. apríl 2019 14:48
Þegar Atli Eðvalds hitti Muhammad Ali Atli Eðvaldsson varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta hnefaleikagoðsögnina Muhammad Ali á meðan hann lék með Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi. Atli segir að það hafi verið mikil upplifun að hitta þennan merka mann sem kvaddi þennan heim á föstudaginn. 6. júní 2016 06:30
Atli Eðvaldsson látinn Atli Eðvaldsson er látinn eftir hetjulega baráttu við krabbamein en Atli féll frá í dag. 2. september 2019 18:14
Íslendingar minnast Atla: „Hafðu þökk fyrir“ Atli Eðvaldsson lést í dag eftir erfiða baráttu við krabbamein en Atli var meðal annars fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari. 2. september 2019 20:17