Mpabbé grínaðist í Pelé: Erfitt að ná þúsund mörkum jafnvel þótt ég telji PlayStation-mörkin með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2019 14:00 Pelé og Mbappé náðu vel saman. vísir/getty Einu unglingarnir sem hafa skorað í úrslitaleik HM í fótbolta hittust í gær og fór vel á með þeim. Pelé og Kylian Mbappé skutust báðir upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri. Pelé var aðeins 17 ára þegar hann lék með brasilíska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Hann skoraði sex mörk í keppninni, þar af tvö í úrslitaleiknum þar sem Brasilía vann Svíþjóð, 5-2. Sextíu ár liðu þar til annar unglingur lék sama leik og Pelé. Mbappé, þá 19 ára, skoraði eitt marka Frakka í 4-2 sigri á Króötum í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann skoraði alls fjögur mörk í keppninni og var valinn besti ungi leikmaður hennar. Þessir frábæru fótboltamenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær sem svissneski úraframleiðandinn Hublot stóð fyrir. Mbappé fór ekki leynt með aðdáun sína á Brassanum og sagðist þurfa að snerta hann til að ganga úr skugga um að þetta væri Pelé sjálfur. „Hann er algjör goðsögn,“ sagði Mbappé um Pelé. „Það var sérstakt að sjá hann í sjónvarpi en nú er ég búinn að hitta hann og get ekki lýst því hversu stoltur ég er.“ Virðingin var greinilega gagnkvæm og Pelé hrósaði franska ungstirninu, sem leikur með Paris Saint-Germain, í hástert. „Kylian er klár, fljótur og óútreiknanlegur. Hans helsti styrkleiki er að hann getur alltaf breytt leiknum. Það er fullt af leikmönnum sem búa yfir góðri tækni en eru ekki nógu óútreiknanlegir.“ Pelé vann heimsmeistaratitilinn tvisvar til viðbótar og skoraði meira en 1000 mörk áður hann lagði skóna á hillun. Mbappé vill vinna fleiri titla en segir langsótt að hann nái fjögurra stafa tölu í markaskorun. „Það er mögulegt, ef þú telur öll mörkin sem ég hef skorað í PlayStation,“ sagði Mbappé léttur. „En jafnvel þótt ég taki með mörkin sem ég skora á æfingum verður erfitt að ná þessu.“We're not sure who was more starstruck Imagine Pele and Kylian Mbappe in the same teampic.twitter.com/PV2RU0CyDg — Goal (@goal) April 3, 2019 Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Einu unglingarnir sem hafa skorað í úrslitaleik HM í fótbolta hittust í gær og fór vel á með þeim. Pelé og Kylian Mbappé skutust báðir upp á stjörnuhimininn á unglingsaldri. Pelé var aðeins 17 ára þegar hann lék með brasilíska landsliðinu á HM í Svíþjóð 1958. Hann skoraði sex mörk í keppninni, þar af tvö í úrslitaleiknum þar sem Brasilía vann Svíþjóð, 5-2. Sextíu ár liðu þar til annar unglingur lék sama leik og Pelé. Mbappé, þá 19 ára, skoraði eitt marka Frakka í 4-2 sigri á Króötum í úrslitaleik HM í Rússlandi í fyrra. Hann skoraði alls fjögur mörk í keppninni og var valinn besti ungi leikmaður hennar. Þessir frábæru fótboltamenn sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í gær sem svissneski úraframleiðandinn Hublot stóð fyrir. Mbappé fór ekki leynt með aðdáun sína á Brassanum og sagðist þurfa að snerta hann til að ganga úr skugga um að þetta væri Pelé sjálfur. „Hann er algjör goðsögn,“ sagði Mbappé um Pelé. „Það var sérstakt að sjá hann í sjónvarpi en nú er ég búinn að hitta hann og get ekki lýst því hversu stoltur ég er.“ Virðingin var greinilega gagnkvæm og Pelé hrósaði franska ungstirninu, sem leikur með Paris Saint-Germain, í hástert. „Kylian er klár, fljótur og óútreiknanlegur. Hans helsti styrkleiki er að hann getur alltaf breytt leiknum. Það er fullt af leikmönnum sem búa yfir góðri tækni en eru ekki nógu óútreiknanlegir.“ Pelé vann heimsmeistaratitilinn tvisvar til viðbótar og skoraði meira en 1000 mörk áður hann lagði skóna á hillun. Mbappé vill vinna fleiri titla en segir langsótt að hann nái fjögurra stafa tölu í markaskorun. „Það er mögulegt, ef þú telur öll mörkin sem ég hef skorað í PlayStation,“ sagði Mbappé léttur. „En jafnvel þótt ég taki með mörkin sem ég skora á æfingum verður erfitt að ná þessu.“We're not sure who was more starstruck Imagine Pele and Kylian Mbappe in the same teampic.twitter.com/PV2RU0CyDg — Goal (@goal) April 3, 2019
Fótbolti Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira