Fótbolti

Engin draumaendurkoma hjá Messi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Niðurlútur Messi.
Niðurlútur Messi. vísir/getty
Lionel Messi lék með argentínska landsliðinu í fyrsta sinn síðan á HM í Rússlandi þegar það beið lægri hlut fyrir Venesúela, 1-3, í vináttulandsleik í Madríd í kvöld. Messi lék allan leikinn fyrir Argentínu sem mátti þola óvænt tap.

Salomón Rondón, leikmaður Newcastle United, kom Venesúela yfir strax á 6. mínútu. Þegar mínúta var til hálfleiks jók Jeison Murillo, leikmaður Barcelona, forystuna í 0-2 sem voru hálfleikstölur.

Lautaro Martínez minnkaði muninn á 59. mínútu en þegar stundarfjórðungur var til leiksloka skoraði Joseph Martínez, markakóngur MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum í fyrra, þriðja mark Venesúela og síðasta mark leiksins.

Þetta er aðeins í annað sinn sem Venesúela vinnur Argentínu í 24 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×