Áhugi Everton á Gylfa ekki minnkað þrátt fyrir kaupin á Klaassen Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2017 14:30 Spilar Gylfi næsta vetur í bláu fyrir lið og land? Vísir/Getty Gylfi Sigurðsson er enn þá ofarlega á lista hjá Everton yfir leikmenn sem það vill kaupa þrátt fyrir að það sé að ganga frá 26 milljóna punda kaupum á Davy Klaassen, fyrirliða Ajax. Þetta fullyrðir blaðamaðurinn Chris Wathan á Wales Online og vitnar í heimildamenn sína hjá Everton. Wathan fylgist grannt með málefnum Swansea og er vel tengdur inn í félagið. Klaassen er miðjumaður eins og Gylfi en það þýðir ekki að Koeman sé búinn að fullmanna þær stöður samkvæmt frétt Wales Online. Koeman er sagður enn þá mjög áhugasamur um að fá Gylfa til Everton. Everton hefur verið með veskið á lofti undanfarna daga en það er búið að ganga frá 30 milljóna punda kaupum á enska markverðinum Jordan Pickford frá Sunderland og kaupin á Klaassen eiga að klárast á næstu tveimur dögum. Everton er vel stætt fjárhagslega eftir yfirtöku Farhad Moshiri á félaginu á síðasta ári og er fullyrt að það sé enn þá tilbúið að reiða fram að minnsta kosti 25 milljónir punda fyrir Gylfa. Þá sömu upphæð bauð Everton í íslenska landsliðsmanninn á síðustu leiktíð en verðið á honum hefur bara farið upp á við síðustu mánuði. Everton þarf vafalítið að rjúfa 30 milljóna punda múrinn ætli það að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson. West Ham, Southampton og nú helst Leicester eru einnig sögð áhugasöm um að fá Gylfa til sín en Swansea hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann. Talið er að Gylfi muni ekki krefjast þess að fara nema lið sem spilar í Meistaradeildinni komi á eftir honum. Enski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira
Gylfi Sigurðsson er enn þá ofarlega á lista hjá Everton yfir leikmenn sem það vill kaupa þrátt fyrir að það sé að ganga frá 26 milljóna punda kaupum á Davy Klaassen, fyrirliða Ajax. Þetta fullyrðir blaðamaðurinn Chris Wathan á Wales Online og vitnar í heimildamenn sína hjá Everton. Wathan fylgist grannt með málefnum Swansea og er vel tengdur inn í félagið. Klaassen er miðjumaður eins og Gylfi en það þýðir ekki að Koeman sé búinn að fullmanna þær stöður samkvæmt frétt Wales Online. Koeman er sagður enn þá mjög áhugasamur um að fá Gylfa til Everton. Everton hefur verið með veskið á lofti undanfarna daga en það er búið að ganga frá 30 milljóna punda kaupum á enska markverðinum Jordan Pickford frá Sunderland og kaupin á Klaassen eiga að klárast á næstu tveimur dögum. Everton er vel stætt fjárhagslega eftir yfirtöku Farhad Moshiri á félaginu á síðasta ári og er fullyrt að það sé enn þá tilbúið að reiða fram að minnsta kosti 25 milljónir punda fyrir Gylfa. Þá sömu upphæð bauð Everton í íslenska landsliðsmanninn á síðustu leiktíð en verðið á honum hefur bara farið upp á við síðustu mánuði. Everton þarf vafalítið að rjúfa 30 milljóna punda múrinn ætli það að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson. West Ham, Southampton og nú helst Leicester eru einnig sögð áhugasöm um að fá Gylfa til sín en Swansea hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann. Talið er að Gylfi muni ekki krefjast þess að fara nema lið sem spilar í Meistaradeildinni komi á eftir honum.
Enski boltinn Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Sjá meira